Laufabrauð á jólunum

Laufabrauð á jólunum
Ömmu laufabrauð

Þegar líða fer að jólum er venja að Íslendingar borði laufabrauð. Að búa til og borða laufabrauð er gömul hefð en laufabrauð eru örþunnar kökur sem fólk skreytti á jólunum. Laufabrauð fékk þetta þunna útlit sitt vegna skorts á hveiti.

Íslendingar hafa haldið fast í þessa gömlu hefð. Algengt er að fjölskyldur komi saman á aðventunni og skeri út laufabrauð með hinum ýmsu mynstrum. Þessi fjölskyldustund er Íslendingum afar kær. Við hjá Gæðabakstri - Ömmubakstri höfum sérhæft okkur í framleiðslu á laufabrauði s.s. steiktu og ósteiktu.
Nú eru laufabrauðin okkar komin í allar helstu verslanir landsins bæði steikt og ósteikt.

Við látum myndir af laufabrauðsútskurði fylgja með, fyrir þá sem kjósa ósteikt laufabrauð og skera út sjálf.

Mismunandi mynstur laufabrauðs


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is