Flýtilyklar
Barnaspítalinn Rjóður fékk morgunverðarpakka
Við hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri erum í svakalegu jólaskapi og erum að gefa gjafir. Í jólaleiknum okkar skráir þú þig með því að smella hér. Þú skráir þar inn þinn vinnustað eða stórfjölskyldu og þú ert komin í pottinn. Við ætlum að gefa í hverri viku fram að jólum morgunverðarpakka fyrir allan hópinn með öllu tilheyrandi.
Í dag komum við Barnaspítalanum Rjóður á óvart með morgunverðarpakka fyrir öll börnin og starfsmenn. Rjóður er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn. Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára. Í Rjóðrið koma langveik börn, sum einnig fötluð eða hreyfihömluð og sum með þroskaskerðingu. Mörg börnin þurfa flókna hjúkrun og flestum fylgir mikið af hjálpartækjum. Á vinnustaðnum eru hátt í 25 starfsmenn sem vinna á þremur mismunandi vöktum og sinna 7-8 börnum í einu.
Það var hún Sólveig sem skráði vinnustaðinn sinn Rjóður í pottinn. Við mættum á staðinn með rúnstykki, brauð, kleinuhringi, flatkökur, skonsur, laufabrauð og allskyns sætabrauð sem þau ætla að njóta alveg fram að kvöldi. Í pakkanum voru einnig ávaxtasafar og gos frá ölgerðinni ásamt flottu úrvali af ostum frá Mjólkursamsölunni.
Við þökkum kærlega fyrir að fá að kíkja í heimsókn, enda gaman að hitta öll börnin og fá að skoða aðstöðuna.
Gleðileg jól!