Laufabrauð: Jólasiður að norðan

Ekki meiri laufabrauð?

Á seinni árum, síðan fólkinu fækkaði í sveitum, hafa sum heimili lagt niður þennan gamla og góða sið, að búa til laufabrauð, af þeim ástæðum, að enginn hefur verið til að skera það. Og getur svo farið, að á næstu áratugum leggist þessi siður alveg niður, og tel ég það skaða.

Þarna er gömul og falleg hefð að deyja út og margar jólaminningar eru tengdar við laufabrauðið." Svo skrifar Þingeyingurinn Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli í Skinfaxa árið 1930.

Úr þessum skrifum má lesa ótta hans um örlög þess forna jólasiðs að gera laufabrauð. En óhætt er að fullyrða að á árinu 2017, 86 árum síðar, sé staða laufabrauðsins sterkari en nokkru sinni fyrr. Æ fleiri hafa tekið ástfóstri við kökurnar þunnu og útskornu og neita að halda jól nema því aðeins að þær séu á jólaborðinu við hlið hamborgarhryggs, hangikjöts, gæsar eða rjúpu.

Eru laufabrauðin ættuð að norðan?

Laufabrauð ÖmmuÍ upphafi var laufabrauðsástríðan landlæg á Norðurlandi en þokaðist síðan hægt suður yfir heiðar eins pestin forðum (eða var það öfugt). Á síðustu áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þúsunda íslendinga um allt land. Ætla má að þessi ágæti jólasiður hafi borist með fjölskyldum sem fluttu af Norðurlandi í aðra landshluta.

En hvað skyldi laufabrauðsgerð vera gamall siður hér á landi og hvert er upphaf laufabrauðsins? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Af heimildum má þó draga þá ályktun að laufabrauð hafi verið gert a.m.k. í hálfa þriðju öld. Um þjóðerni brauðsins er hins vegar erfiðara að fullyrða, en þar eru ýmsar sögusagnir á kreiki.

Sagnfræðingar og aðrir áhugamenn um laufabrauð telja þó öruggt að það sé alíslenskt að ætt og uppruna.

 

Nokkur mikilvæg atriði

En það eru þessi atriði sem við ætlum að skoða frekar fram af jólum hérna hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri. Í fáum orðum sagt þá viljum við skoða eftirfarandi atriðið frekar:

  • Hver er sagan á bakvið laufabrauðið?
  • Hvernig er best að skera brauðin út?
  • Er eitthvað sérstakt munstur sem er vinsælla en annað?
  • Hvernig er best að steikja brauðin og í hvaða feiti?
  • Hvaða tegundir af laufabrauðum eru í boði í dag?

Að sjálfsögðu ætlum við að reyna að svara þessum spurningum á sem gáfulegastan máta því við hérna hjá Bakarablogginu hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri viljum, eiginlega án þess að vera að gorta okkur mikið, láta kalla okkur sérfræðinga í laufabrauðum. Hugsanlega er orðið tímabært að stofna hollvinasamband laufabrauðsins.

Ósteikt laufabrauð

En við ætlum að fjalla töluvert mikið meira um laufabrauð á næstu vikum.

Lifið heil


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is