Rík áhersla á heilkorna matarræði!

Rík áhersla á heilkorna matarræði!
Heilkorna vörur eru hollari!

Nú hefur Landlæknisembættið gefið út endurskoðaðar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.

Lögð er rík áhersla á mataræðið í heild sinni og á mat úr jurtaríkinu, sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi, svo sem á grænmeti, ávextir, ber, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ.

Embættið mælir með því að velja brauð og aðrar matvörur úr heilkorni og borða þær minnst tvisvar á dag. Einnig er ráðlagt að velja kornvörur sem eru merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu.

Heilkorn er mikilvægur hluti af hollu mataræði enda góð uppspretta B-vítamína, E-vítamíns, magnesíums og trefja sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigða meltingu. Neysla heilkornavara tengist minni líkum á sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdómum og þyngdaraukningu. Þá tengist neysla á trefjaríkum mat úr jurtaríkinu minni líkum á krabbameini í ristli.

Hér má sjá okkar vörur sem eru heilkorna, bera Skráargatið og eru því frábær kostur fyrir alla. Þær eru framleiddar alla daga vikunnar hér í bakaríinu okkar í Reykjavík.

·         Heilkorna flatkökur

·         Heilkornabrauð

·         Heilkorna kubbur

·         Heilkorna rúgbrauð

·         Heilkorna pizzudeig

·         Orkukubbur

 Hér má sjá fréttatilkynningu frá Landlæknisembættinu ásamt ráðleggingunum í heild sinni: http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item25886/Endurskodadar-radleggingar-um-mataraedi


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is