Skonsur eru snilld!

Skonsur eru snilld!
Það er fátt betra en nýbakaðar skonsur

Eru skonsur góðar?

Skonsur eru góðar og eiginlega hálfgert sælgæti sem er samt örlítið sérstakt því að það er frekar lítill sykur í þeim. Nýbakaðar skonsur með góðu og fjölbreyttu áleggi er eitthvað sem er bara eins og nammi . Þær fara einnig svo vel með mörgu það má segja að skonsur passi allstaðar undir.

En skonsur eru jú smá gamaldags og hafa örlítið gleymst í „kaffibrauða menningarbyltingunni“ . Þær eru hugsanlega örlítið eins og föt – eða svartar flíkur. Svart eru nefnilega þannig að hann passar með svo mörgu en er frekar leiðinlegur svona einn. Sama á við skonsur, hver slær hendinni á móti skonsu og hangikjöt eða skonsur og góður ostur eða skonsur og gott salat eða. Það eru ekki mörg kaffihús sem bjóða upp á skonsur í dag en þau eru til og þar er þeim mokað út í mismunandi útfærslum.  

Gott með flestu

Skonsur eru því góður grunnur fyrir frjótt ímyndunarafl en restin er síðan undir ykkur komin eða hvað ykkur dettur í hug. Skonsur er nú samt þannig bakkelsi að þær verður helst að baka og snæða samdægurs þá eru þær bestar, en það er samt í góðu lagi að frysta eða njóta daginn eftir.

Okkur finnst skonsur vera örlítið íslenskt fyrirbæri, sem þær eru og við sem erum eldri finnst skonsur vera einnig pínu hátíðarlegar. Áður voru þær bakaðar þegar meira stóð til eins og á sunnudögum eða þegar von var á gestum. Ekki ósvipað og lummur, pönnukökur, plattar og kleinur. Allt var þetta bakað frekar sjaldan og fyrir ungt fólk á þessum áru alltof sjaldan. Efalaust hefur þetta haft eitthvað með hráefnið að gera sem ekki var eins og aðgengilegt og ódýrt og nú. Eða kannski var það bara að þetta hvarf  á svipstundu ofan í hópinn sem hafði runnið á lyktina.

Skonsur heimabakaðarMargir erlendir ættingjar

Skonsur eru eins og svo margt annað í okkar matamenningu óþekktur innflytjandi, eða bergmál horfinnar sögu en víst er að margt kemur úr austri frá okkar náskyldustu ættingjum,  Norðurlöndunum og Bretlandseyjum.

Svíar hafa frábærar pönnukökur sem eru aðeins þynnri en skonsur og voru eða eru borðaðar samkvæmt hefðinni sem eftirréttur á fimmtudögum en þá var áður fyrr söltuð svínasíða og baunasúpa í matinn. Sænska pönnukakan eru mun þykkari en íslenski ættinginn og algjört sælgæti með rjóma og berjasultu.

Norðmenn eiga sína pönnukökur/skonsur einnig eða „norsku Lappar“ , Finnar líka sem og danskurinn. Síðan eru smá útfærslur hingað og þangað um Skandinavíu t.d eru Álandseyjar með sérstaka útgáfu sem er bökuð í ofni og er mjög góður eftirréttur.

Skoskar skonsur!

Ef við förum aðeins yfir Atlandsála og til Bretlandseyja en þar er nefnilega eitthvað til sem heitir skonsur en samt nokkuð frábrugðið okkar venjulegu skonsum eins og við þekkjum þær. Þar eru til nokkrar tegundir af bæði blautadeigs skonsum og einnig sem  gerbakstur.

Skotar eiga sér einnig ágætan „skonsu“ málsvara sem heitir Griddle scones. Síðan eru það Scones sem eru úr þurrdeigi og með lyftidufti og matarsóda en þær eru hnoðaðar og bakaðar í ofni. Allar þessar þjóðir eiga sér síðan lummur í einni eða annarri mynd sem svipar mjög mikið til hvors annars en samt stigs munur á.

Það er svo margt sem er svipað í matarmenningu þjóðanna hérna í norðri og það er virkilega gaman að því. Sumir hlutir koma seint hingað landsins eða bara yfir höfuð alls ekki og kannski þá útaf fátækt eða slæmum samgöngum eða einhverju álíka, hver veit.

Skonsubakstur hjá GæðabakstriRammíslenskar skonsur?

Flest sem við íslendingar teljum að sé okkar og sé rammíslenskt hefur komið að utan enda ekkert óeðlilegt við það þar sem við erum sú eyja sem síðast er numinn á norðurhveli jarðar.

En það er sama hvaðan skonsan er komin þá er hún gríðarlega vinsæl og kannski aðeins meira íslensk en margt annað. Skonsubakstur er eitt af okkar stóru verkefnum hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri og að sjá til að alltaf sé til nóg af þeim í landinu.

Eins og með svo margt þá er alltaf sama uppskriftin notuð hjá okkur og við virkilega leggjum metnað í að hún sé góð því fyrir okkur eru uppskriftir ekkert grín. Okkar menn taka þær mjög alvarlega.

1. flokks hráefni

Það er ekki bara að við leggjum mikið upp úr að uppskriftir séu nákvæmar og réttar heldur verður hráefnið sem við fáum að vera alltaf fyrsta flokks. Það skiptir miklu að það sé í sama alltaf í sama gæðaflokki, hveiti er nefnilega ekki bara hveiti og þar getur munað töluverðu

Hveiti er jú ferskvara sem og er uppskorið þrisvar sinnum á ári og á mismunandi stöðum í heiminum og er því mismunandi. En nóg um það í bili.

Hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri framleiðum við í dag fyrir Ömmuskonsur sem eru með höfrum síðan erum við með Gæðaskonsur og Stelluskonsur. Þetta er allt sitthvor varan og hvor annarri betri. Hver munurinn er síðan verður þú að skera út úr sjálf/ur.

Í Myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig skonsurnar verða til.

 

Skonsur nýbakaðar

  


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is