Bakkelsi og kökur á sumardaginn fyrsta

Bakkelsi og kökur á sumardaginn fyrsta
Hjónabandssælan er ómótstæðileg

Loksins er komið að því SUMARDAGURINN FYRSTI er að renna upp og því verðum við að fagna. Veður fara nú hlýnandi og líkur á skæðum stormum minnka, háloftavindar eru að breytast og snúast.  Það er orðið bjart langt frameftir á kvöldin.

Veturinn er í andaslitrunum og við erum jú árinu eldri. Við höfðum haft af enn einn veturinn. Það að þrauka veturinn er mun einfaldara núna en það var áður. Þá var það stundum afrek og í raun bara merkur áfangi fyrir suma. Það að tóra af veturinn var ekki sjálfgefinn hlutur fyrir alla enda var þá aldur fólks og skepna mældur í vetrum.

Fyrr gat lífið verið mörgum mjög erfitt og strembnara en við flest getum gert okkur í hugarlund. Það er ekki fyrr en við förum að blaða í bókum eins Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson að við áttum okkur á hvað lífið var mörgum vont, virkilega vont og erfitt.

Nýjar árstíðir

Brauð með áleggiEn nú er sem sagt aftur vor í lofti, vorboðinn er í túninu og dagar eru orðnir langir. Það á að fagna þessum tímamótum. Það er góður og þjóðlegur siður. Við hjá Ömmubakarí höfum aldrei velt þessu fyrir okkur.  Við segjum eins og Bubbi „Sumarið er tíminn“ og við fögnum því alltaf.

Vetrarlok er gamalt tímatákn sem er að finna um alla Skandinavíu en er samt ekki alveg það sama hjá okkur og nágranalöndunum.  Hér áður voru notuð sérstök útskorin „dagatöl“ sem voru kallaðir prímstafir. Þar voru allir merkis- og hátíðisdagar kirfilega merktir í fjöl  ásamt öðru sem að landbúnaði sneri.

Þar er einnig að finna sumardaginn fyrsta sem er skráður 14. apríl á norðurlöndum en þá hófst sumarið þar og stóð allt fram til 13. Október. Sumarið hjá okkur er aðeins meira á „reiki“ eða frá u.þ.b. 20. Apríl og fram til 21. okt, breytileg eftir tunglstöðu.

Stundum finnst reyndar mörgum að sumarið hafi ekki haft fyrir því að koma yfirhöfuð, en það er önnur saga.

Kökuhlaðborð eða bara smá hittingur

Samkomur, skrúðgöngur, merkjasölur og annað húllum hæ var þjóðlegur siður á árum áður en fór síðan verulega minnkandi á tímabili. Þessu er samt aðeins að vaxa fiskur um hrygg aftur. En okkur langar núna að fagna og af hverju ekki að hóa fjölskyldunni saman? Eða bara sýna öðrum sem skipta okkur máli væntumþykju!

Ef ekki er tilefni og ástæða fyrir eitthvað smá óvænt núna, hvenær þá?Súrdeigssamloka með áleggi

Það er um að gera að breyta út af vananum og skella í árbít, baka pönnsur, skokka út í bakarí og kaupa súrdeigsbrauð, nokkur salöt, rúllutertu, jólaköku, eða annað bakkelsi sem gleður huga og maga. Þetta þarf ekki að vera flókið. Hvernig væri að koma ástinni sinni á óvart með sneiða af rúllutertu eða hjónabandssælu með rjóma og sumarlegu berjum í rúmið?

Mörg okkar hugsum of mikið um marga hluti nema kannski það sem skiptir okkur mestu máli. Svona  eins og um smá óvæntan glaðning, það þarf ekki alltaf að vera svignandi hlaðborð.

Hvað um að skokka út ná sér í súrdeigsbrauð, góða skinku og bragðsterkan ost, kannski, sósu, tómata, papriku eða eitthvað annað gott. Láta ilminn af kaffi og grilluðu súrdeigsbrauði fylla húsið. Það er hægt að lofa því þetta verða morgnar sem aldrei gleymast. Þetta er lífið.

Eða þá að bjóða gamla settinu í kaffi og með því, þetta þarf ekki að vera stór formleg máltíð til að skapa ógleymanlega hamingju, það eru þessar stundir sem sitja eftir í lífinu.

Nei brauð er matur morgunsins og við skulum fagna sumrinu með skemmtilegri uppákomu eða óvæntum skemmtilegheitum sem sitja að eilífu.

Gleðilegt sumar!

Smurð súrdeigssamloka


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is