Flýtilyklar
Brauðterta með lax/silung og rækjum
		
					19.06.2014			
		
	
- Ragnars Brauðtertubotnar
 
Fylling I
- 200 gr. reyktur lax eða silungur
 - Fínsaxað dill
 - Majones
 - Dill
 
Aðferð: 
Dill er sett út majonesið í eftir smekk. Bættu við grófsöxuðum lax, þessi blanda fer á neðri hæðina.
Fylling II
- 300 gr. rækjur
 - 1/2 blaðlaukur
 - 4 dl. majones
 - 2 dl. sýrður rjómi
 - 4 msk. rauður kúlu-kavíar
 - 1 stk. harðsoðið egg
 - Salt og sítrónupipar
 - Sítrónusafi kreystur yfir rækjurnar - þerra vel á eftir )
 - Dill
 
Aðferð:
Fínhakkið laukinn. Blandið saman majonesi, sýrðum rjóma, eggjum og dilli. Bætið síðan rækjunum saman við. Hristið kavíarinn varlega út í lokinn og bragbætið með kryddinu. Þessi blanda fer á lag nr. 2 og tertan er síðan líka klædd þessari blöndu. 
Verði þér að góðu ;)
Smelltu á like hér að neðan ef þér líkaði þessi uppskrift.
							
			
