Húsráð: Er eggið ferskt eða ónýtt?

Húsráð: Er eggið ferskt eða ónýtt?
Eru eggin í lagi?

Egg eru oftar en ekki mikið notuð í bakstri á kökum, brauðum, ofl. Oft er erfitt að segja til um hvort að eggið sé ferskt eða ekki fyrr en maður brýtur það. Flestir ískápar eru með svokölluð eggjahólf. Það gleymist því oft að athuga hver endingartími eggsins er þegar búið er að henda pakkningunni utan af eggjunum.

En hvernig veit ég hvort eggin mín eru fersk? Til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál er til gott húsráð. 

 

 

Aðferð:

Endingartími Eggja

Taktu fram skál eða glas með köldu vatni. Settu síðan eggið í vatnið.

1. Ferskt egg
Eggið liggur á hliðinni og því eins ferskt og kostur gefst

2. Vikugamalt egg
Eggið mun liggja á hliðinni en breiðari endinn mun leita örlítið upp
Það er í lagi að borða vikugömul egg

3. Eldra en viku gamalt egg
Eggið mun standa á mjóa endanum og breiðari endinn mun leita upp
Það er í lagi að borða eggið svo lengi sem það flýtur ekki.

4. Ónýt egg
Eggið mun fljóta ef það er orðið ónýtt.
Ráðlagt er að henda egginu vegna þess að það er orðið skemmt ef það flýtur.

Þumalputta reglan er þessi:

Ef eggið sekkur niðrá botn = Eggið er í lagi
Ef eggið flýtur = Eggið er ekki í lagi


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is