Hafrabrauðið okkar - Hafragrautur í föstu formi

Hafrabrauðið okkar - Hafragrautur í föstu formi
Hafrabrauðið er hollur kostur

Hérna áður fyrr voru börn yfirleitt send í sveit á sumrin, það átti að vera gott og uppalandi og tala nú ekki um bætandi. En þetta var svona og svona upp og ofan hvað þetta var bætandi. Aðallega voru það nú foreldrarnir sem voru fegnir að losna við krakkaormana í smá tíma.

Víða á þessum tíma í sveitinni var reglan sú að það var sami morgunmaturinn flesta daga, hafragrautur og meiri hafragrautur, nema sunnudaga en þá var stundum súrmjólk og það kom fyrir að það fékkst með henni púðursykur. Að sjálfsögðu var hann skammtaður og yfirleitt knappt. Alltaf var rúgbrauð, súrt slátur, lýsi og lifrapylsa með. Börnin vöndust þessu fljótt því þetta var það eina sem var í boði og það var ekkert verið að dekstra við krakkana þá.

En mörg þessa barna urðu uppeldinu og einfaldleikanum ævinlega þakklát og sérstaklega þegar þau uxu úr grasi og gerðu sér grein fyrir hversu mikilvægur bautasteinn hafrarnir höfðu verið í uppvextinum. Þetta einfalda mataræði hafði lagt traustan og góðan grunn að hraustum líkama sem sjaldan varð veikur og eiginlega hálfgerðir járnkarlar eða svoleiðis.

Hafrar eru nefnilega norræn korntegund sem eru stútfullir af hollustu, vítamínum og öðru sem skiptir okkur miklu máli, kannski mætti segja sem svo að hafrar séu ofurfæða norðursins.

Þeir vaxa hægt og rólega hérna á norðurhvelinu, njóta langra daga og svals loftslags sem gerir það að verkum að þeir hlaða sig smá saman með orku norðursins og fylla sig af vítamínum eins og B1, járni, magnesíum og andoxunarefni eins og sinki. Ekki að það sé nóg heldur eru þeir frábærir fyrir kólesterólið og blóðsykurinn. Hægt væri að halda áfram lengi en við skulum vera hógvær og ekki gera upp á milli því þetta er aðeins brot af því sem hægt er að telja upp um hafra.

Við hjá Gæðabakstri / Ömmubakstri erum búnir að vita lengi þetta með hafrana og hversu frábær korntegund þeir eru. Það verkefni að snúa saman góðu og hollu brauði úr höfrum fannst okkur því vera virkilega gaman. Það að ná því besta út úr ofurkorni norðursins var spennandi áskorun.

Við erum með flotta bakara á okkar snærum þannig að þetta var eiginlega einfaldara en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þessir flottu handverksmenn vissu nákvæmlega hvað þurfti að gera. Þegar þeir fóru yfir sínar uppskriftir og báru saman bækur sínar og þá varð útkoman frábært hafrabrauð með 60% höfrum.

Hafrabrauðið okkar er ekki bara hlaðið orku ásamt öllum frábærum eiginleikum hafranna heldur er það einnig bæði bragðgott og safaríkt. Í raun mætti eiginlega segja svo að þetta hafrabrauð sé bæði orku og hollustu sprengja.

Við erum að sjálfsögðu mjög stolt yfir okkar fólki og brauði og við teljum það allgjörlega sér á báti en best er að þú prófir og látir okkur síðan vita þitt álit.

Hafrabrauð


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is