Landsbrauð til styrktar Landsbjargar

Landsbrauð til styrktar Landsbjargar
Landsbrauð er hollt og gott!

Slysavarnafélagið Landsbjörg og bakarar landsins hafa tekið höndum saman og standa nú í samstarfsverkefni. Um er að ræða samstarf þar sem bakað er hollt og gott brauð sem kallast „Landsbrauð“ og renna 30 krónur af hverju brauði til styrktar Slysavarnarfélagsins.

Gæðabakstur/Ömmubakstur ákvað að sjálfsögðu að leggja Slysavarnarfélaginu hjálparhönd og bjóða upp á nýbakað landsbrauð í helstu verslunum landsins. Landsbrauðið er trefjaríkt brauð og inniheldur hafra, bygg og rúgmjöl. Smelltu hér til að sjá innihaldslýsingu og næringarinnihaldið á brauðinu. Á umbúðunum eru einnig forvarnar ráð sem landsmenn ættu að þekkja og kunna.

Við hvetjum alla íslendinga til að kaupa Landsbrauð í næstu verslun og styðja í leiðinni við það mikilvæga starf sem sjálfboðaliðar Landsbjargar sinna. Sjálfboðaliðar landsbjargar eru 18 þúsund talsins og hjálpa til við að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum. Brauðið er fáanlegt í verslunum Hagkaupa, Bónus og Krónunnar.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is