100kr. af hverju brauði renna til Alzheimersfélagsins

Á sunnudaginn 21 september er Alzheimersdagurinn haldinn á vegum Alzheimersfélagsins. Gæðabakstur og Ömmubakstur hefur tekið höndum saman við Alzheimersfélagið, FAAS (Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma um Alzheimer). 

Í öllum helstu verslunum landsins er hægt að kaupa Orkukubb og Heilkornakubb með sérstökum límmiða sem á stendur “Munum þá sem gleyma”. Með því að kaupa brauðið leggur Gæðabakstur 100 kr. til styrktar Alzheimer félagsins.

Á alzheimer deginum sjálfum verður málstofa haldin í Hvammi á Grand Hóteli kl 17:00 á sunnudaginn 21. september. Þar sem í boði verða kleinur, vínarbrauð, kanilsnúðar og kleinuhringir frá Gæðabakstri / Ömmubakstri

 

Um Alzheimersfélagið:

Alzheimerfélagið rekur dagþjálfun í þremur húsum þar sem fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm fá dagþjálfun. Þar má nefna:

  • Fríðuhús (Austurbrún 31, Reykavík)
  • Maríuhús (Blesugróf 27, Reykavík)
  • Drafnarhús (Strandgata 75, Hafnarfirði)

100 Kr af þessu brauði rennur til alzheimersfélagsins

Markmið félagsins er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi ásamt mikilvægum þætti um að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við.

Með þessum styrk vonumst við til þess að geta hjálpað Alzheimersfélaginu bæði með því að styrkja þau og vekja athygli á félaginu og starfsemi þess sem vinnur ómetanlegt starf.

Hægt er að kynna sér starfsemi félagsins betur á www.alzheimer.is


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is