Nýjung: Glútenlaust brauð

Nýjung: Glútenlaust brauð
Glútenlaus brauð

Við hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri höfum undanfarið unnið hörðum höndum að því að sérútbúa nýtt glútenlaust bakarí í sérútbúnu húsnæði undir glútenlausa framleiðslu. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið á Íslandi sem sérstakt bakarí og aðstæða er gerð sem uppfyllir allar kröfur um glútenlausa framleiðslu.

Eldfell (glútenlaust samlokubrauð) og Snæfell (Glútenlaust rúgbrauð) eru fyrstu brauðin í þessari nýju línu.
Varan er unnin og þróuð í samstarfi við Seliak og glútenóþolssamtökin á Íslandi. Stjórn samtakana voru gríðarlega stór partur af því að þessi vara er nú til.
Okkar næsta skref er að fá glúten fría vottun á vörurnar, en það er talsvert ferli sem þarf að ganga í gegnum til að fá slíka vottun. Í stað þess að bíða ákváðum við að fara af stað með vöruna.

Innan skamms munum við einnig framleiða Muffins, Brownies, Kökubotna, Baguette og margt fleira. Enda margir möguleikar í boði nú þegar aðstæðan er orðin glútenlaus.

 Brauðin fast í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og Víði. En von er á því að sjá brauðin í fleiri verslunum á næstu vikum.

Vörurnar eru útbúnar frá grunni í glútenlausu framleiðslunni okkar nokkrum sinnum í viku og eru því ávallt nýjar og ferskar.

Eldfell - Glútenlaust samlokubrauð

Snæfell - Glútenlaust rúgbrauð


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is