Orka í föstu formi

Orka í föstu formi
Gæða lágkolvetnabrauð

Hvað er eiginlega lágkolvetnabrauð? Þetta er góð og gild spurning en eins og oft þá er fátt um svör þegar stórt er spurt. Til að útskýra málið þarf að fara aðeins aftur í tímann. 

Fyrir ekki svo mörgum árum var úrval af brauði á Íslandi ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Það voru aðallega þessi hefðbundnu brauð, heilhveitibrauð, normalbrauð og franskbrauð auk rúgbrauðs. Brauð sem voru kölluð einu nafni vísitölubrauð. Verðlagning á vísitölubrauðinu var í höndum ríkisins og þar höfðu bakarar ekkert sérstaklega mikið um málið að segja. Bakaríin voru ekki mörg og þar var þá Mjólkursamsalan risinn á markaðinum. Miðstýringin var mikil og stóri bróðir vakti yfir af mikilli kostgæfni. En eins og svo víða voru til framsýnir menn sem sáu að það var hægt að gera góð brauð en bara að gefa þeim önnur nöfn.

Þótti andstyggilegt á bragðið 

Á netinu er gamalt blogg að finna frá árinu 2009 undir nafninu Smérpinkill. Þar er að finna skemmtilega lýsingu á brauðmálum þjóðarinnar á árum áður.  

„Ég get ekki gleymt því hvað mér þótti heilhveitibrauðið andstyggilega vont á bragðið, en því var mikið haldið á lofti hve hollt það væri. Þetta heilhveitibrauð sem þá var bakað var alveg óskylt þeim brauðum sem fást í bakaríum nútildags. Það var sívalt, ekki bakað í formi, dökkbrúnt, hart og seigt undir tönn, eins og það væri úr hefilspónum. Alveg sérstakt óbragð af því sem ég hef ekki fundið af öðru matarkyns. Normalbrauðið fannst mér gott, það var ákaflega háreist og skorpan svo hörð að næstum var útilokað að vinna á henni. Franskbrauðið var best, með smjöri og rabarbarasultu.“  Svo mörg voru þau orð.

Nýjar kynslóðir tóku við en þá komu margir flinkir bakarar fram á sjónasviðið sem vildu ekki beygja sig fyrir ofríki stjórnvalda. Úrval brauða jókst  og við fórum að hafa það aðeins betra. Heilsan batnaði en verst var að fólk fór að fitna ótæpileg, sumir meira en aðrir. Eitthvað varð að gera og ýmislegt verið gert. Spekingar fóru að skoða hvað við létum ofan í okkur og menn komu með ýmsar tilgátur og kenningar.

Fer gott og hollt saman?

Ein kenningin er sú og sem ekki er verri en margar aðrar er að við borðuðum of mikið kolvetni þá og  kannski ekki alveg réttu kolvetnin heldur. Í framhaldi af þessari þróun kom svo kallað lágkolvetnis mataræði fram á sjónarsviðið og nýtur í dag mikilla vinsældar. Þar máttu og áttu að neyta frekar feitra afurða og takmarka magn kolvetnis.

Að sjálfsögðu vildum við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri taka þátt í þessari leit að vöru sem passaði þessum lífstíl og koma fram með ný og spennandi brauð sem passaði honum.

Okkar bakarar lögðust nú undir feld eins  Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson forðum og útkoman varð eiginlega hálf ótrúlegt brauð sem á fáa sína líka að okkar mati og sem við erum afskaplega stolt yfir. Hérna töfruðu okkar handverksmenn fram magnað vöru. Brauð með mjög lítið af kolvetnum  sem á sama tíma  er afburða  próteinríkt ásamt því að vera safaríkt, gott og hollt.

Það er jafnvell svo hollt að eiginlega mætti selja það í heilsuvöru verslunum því það er ekki bara hlaðið vítamínum og steinefnum heldur er það svo að í sumum tilvikum skákar þetta Lágkolvetnabrauð út hágæða þekktum próteindrykkjum.  

Bloggið var upphaflega birt 03.04.2017.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is