Poka-loka-klemmur. Snilld í útileguna og á heimilið!

Poka-loka-klemmur. Snilld í útileguna og á heimilið!
Að loka umbúðum er leikur einn með þessum klemmum

Það að loka á eftir sér

Hver kannast ekki við það að rölta sér fram í eldhús með það í huga að fá sér feita brauðsneið eða flatköku sem keypt var fyrr um daginn og uppgötva að einhver hefur skilið pokann eftir opinn á borðinu. Þarna stendur hann gapandi eins og þorskur á þurru landi og allt innihaldið á hraðferð með að skorpna og verða mjög óspennandi.

Flatkökur, kleinur og brauð þorna hratt upp ef þau eru ekki í lokuðum umbúðum og fátt er minna áhugavert en skorpnað brauðmeti. Þetta er hábölvanlegt og getur gert hvern mann gráhærðan. En svona er þetta bara stundum.

Klemma sig saman

Við vitum að það er smá vandamál hvernig best er að geyma brauð og bakkelsi þannig að það haldi gæðunum sem lengst en við höfum skrifað áður um það hérna í Bakarablogginu. En núna viljum við bæta um betur og gera hlutina enn betri.

Klemmur fyrir brauð

Þannig að við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri lögðum höfuðið í bleyti og ákváðum að láta útbúa fyrir okkur sérstakar klemmur til að geta lokað almennilega stærri pokum og flatkökupökkum.

Í framhaldi af þessu ætlum við síðan að láta klemmurnar fylgja með hluta af okkar vörum núna fyrir Verslunarmannahelgina. Við viljum nefnilega að pokunum verður haldið lokuðum svo að það verðin nú ekki hart og þurrt brauð á boðstólum í útilegunni.

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri erum að sjálfsögðu mjög stolt yfir okkar vörum og viljum selja sem mest af þeim en  matarsóun er okkur ekki að skapi og það er ein af ástæðunum fyrir að við létum útbúa þessar klemmur fyrir okkur eða réttara sagt ykkur. 

 

 Önnur saga

Klemma brauðÞó svo að við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri höfum ákveðið að gefa núna flottar klemmur til að loka pokunum er nú samt alltaf gaman að rifja upp aðra sögu en það er hvernig flestum brauðpokum er lokað í dag og þá ekki bara á hér heima heldur í allstaðar í okkar siðmentaða heimi

Það er nefnilega margt skrítið í þessum umbúðarmálum. Flestum brauðpokum er í dag lokað með litilli klemmu þar sem síðasti söludagur er t.d skráður á. Fáir veita þessu  litla ferhyrningi nokkurra sérstaka athygli en þessi litli ferhyrningur  er vel þess viði að skoða aðeins bestur.

Sagan segir að maður nokkur að nafni Floyd Paxton hafi fengið hugmyndina að þessu í flugferð á því herrans ári 1952. En þannig háttaði til að Paxton var að gæða sér á hnetum svona eins og flest flugfélög buðu uppá áður fyrr. Paxton ákvað að geyma pokann þar sem hann gat ekki klárað hann en var í vandræðum hvernig best væri að geyma hann án þess að innihaldið færi út um allt. Sagan segir að hann hafi þá tekið upp kredit kort  (útrunnið segja sumir) og tálgaði úr því litla klemmu til að loka pokanum. Þar með var fyrsta pokaklemman til.

Þessar dásamlegu klemmur munu fylgja öllum Ömmu kleinum og Ömmu súkkulaðikleinum sem fást í næstu verslun (á meðan birgðir endast).

Skonsuklemma

Ömmubakstur klemma

Lifið heil 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is