Stellu rúgbrauð á eldhúsborðið

Stellu rúgbrauð á eldhúsborðið
Stellu rúgbrauð er ómissandi með plokkfisknum

Stellu rúgbrauð er eitt mestselda rúgbrauð á Íslandi. Aðal innihaldsefnin í Stellu rúgbrauði eru vatn, rúgmjöl, hveiti og púðursykur. Rúgbrauðið er seytt í dágóðan tíma við lágan hita sem tryggir bestu mögulegu gæði. Afbrigði af rúgbrauði er einnig svokallað hverabrauð. En þá settu menn deigið í pott og grófu það ofan í jörðina hjá hverum í sólahring.

Hið íslenska rúgbrauð á sér langa sögu en kemur fyrst fyrir í orðabók um miðja 18. öld. Nokkuð skondinn merking yfir orðið “Rúgbrauð” er ákveðinn tegund af sendiferðabílum. Þá var orðið notað til að lýsa frambyggðum sendiferðabílum eins og bíllinn hér að neðan.

Það er ómissandi að gæða sér á Stellu rúgbrauði yfir hátíðarnar. Hið klassíska er líklega rúgbrauð og plokkfiskur. Gamla góða “Smørrebrød” eða smurbrauðin klikka seint með hinum ýmsu áleggjum. Síðan er gamla góða síldin alltaf góð ofan á rúgbrauð.

Wolkswagen Rúgbrauð


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is