Svört hamborgarabrauð

Svört hamborgarabrauð
Þú verður að smakka BLACK BURGER!

Nú er það svart!
Í dag fór í allar verslanir Krónunnar BLACK BURGER hamborgarabrauð. Þau eru svört á litinn og koma í takmörkuðu magni aðeins þessa helgi.

Svört hamborgarabrauð eru ekki ný af nálinni en náðu talsverðri athygli þegar McDonalds og Burger King tóku upp á að bjóða upp á svarta hamborgara. Nokkrir íslenskir staðir hafa síðan fylgt á eftir og boðið upp á þessi óvenjulegu svörtu hamborgarabrauð. Við hvetjum þig að minnsta kosti til að smakka BLACK BURGER svörtu hamborgarabrauðin okkar því það verður einungis hægt að fá þau þessa helgi (2-5 júní 2016).

Hér fyrir neðan eru nokkrar spurningar og svör sem gætu brunnið á vörum almúgans ;)

Hvers vegna eruð þið að selja svört hamborgarabrauð?
Þetta er einungis til gamans gert og skemmtileg tilbreyting. Svörtu hamborgarabrauðin koma bara í takmörkuðu magni þessa helgi (2-5 júní) í Krónuna.  

Hefur einhver gert þetta áður?
Já, McDonalds í Japan bíður upp á þetta og Burger King buðu upp á svört brauð í takmörkuðu magni í bandaríkjunum yfir hrekkjavöku (Halloween). Mosfellsbakarí hefur einnig gert svört súrdeigsbrauð á föstudögum.

Af hverju eru Hamborgarabrauðin svört?
Það er vegna þess að í þeim er viðbætt efni sem kallast viðarkolsvart sem gerir þau hamborgarabrauðin svört.

Hvað er viðarkolsvart?
Það er náttúrulegt litarefni. Búið til úr brenndum berki utan af beiki- og birkitrjám sem er síðan unnin og notaður sem litarefni í ýmsa matargerð.

 Hvað er eiginlega mikið af viðarkolsvart í uppskriftinni?
Litarefnið er náttúrulegt. Aðeins 10-15g á hvert kíló er notað í uppskriftina. Það er því sáralítið af efninu, en gefur mjög sterkan lit frá sér.

Er þetta leyft í matargerð á Íslandi?
Já það er hættulaust og innihaldsefnið sem gerir það svart er samþykkt af EFSA (European Food Safety Authority) og Matvælastofnun.
Sjá nánar hér

Hvernig bragðast þau?
Þau bragðast eins og Gæða-hamborgarabrauðin okkar. Það er ekkert annað bragð í þeim. Ekki láta augun plata þig. 

Eru einhverjir ofnæmisvaldar í þessu?
Engir ofnæmisvaldar eru í litarefninu, en hamborgarabrauðin innihalda glúten (úr hveiti) og gætu innihaldið snefil af sesam.

Svört hamborgarabrauð

Ég hef eina aðra spurningu.....
Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar varðandi svörtu brauðin, að þá biðjum við þig vinsamlega að senda okkur fyrirspurn á gaedamal@gaedabakstur.is


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is