Fréttatíminn (4 sept): ''Bestu brauðin''

Í nýjasta blaði Fréttatímans (4 sept.) var fjallað um hamborgarabrauð og það úrval sem býðst í verslunum landsins. Við fengum heldur betur góða dóma fyrir Gæða hamborgarabrauðin okkar.

"Eitt bragðbesta hamborgarabrauð landsins er Búllubrauðið. Bakað sérstaklega, eftir leyniuppskrift fyrir Búlluna, hjá Gæðabakstri.

Það brauð sem kemst næst Búllubrauðinu sem okkur pöplinum er boðið upp á er sesamlausa brauðið frá Gæðabakstri. Þetta sem einu sinni var bara í boði í Víði en er nú hægt að fá í öllum stærri búðum.

Brauðið á Dirty Burgers and Ribs er líka frábært og það hefur eitt umfram Tomma og það er stærðin. Það er aðeins minna og látið rísa hærra. Fullkomin stærð á brauði og getið hvaðan þau koma – frá Gæðabakstri."

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is