4 holl brauð sem hjálpa þér í átakinu

4 holl brauð sem hjálpa þér í átakinu
Prufaðu þessi brauð til að hjálpa þér í átakinu

Á jólunum leyfir maður sér ýmislegt í mataræðinu og mörgum finnst þeir borða alltof mikið yfir hátíðarnar. Það er að sjálfsögðu í lagi að leyfa sér að njóta jólanna með góðum mat í faðmi fjölskyldunnar. 

Janúar er góður mánuður til að taka sig á í hollustunni og margir staðráðnir í því að taka inn hollara mataræði.
Í þessum þræði ætlum við að segja þér frá nokkrum hollum valkostum frá okkur sem koma sér vel í átakið.

 

Heilkornaflatkökur innihalda 55kcal

 1. Heilkorna flatkökur

Þessar bragðgóðu flatkökur eru einstaklega góðar á bragðið og það sem er merkilegt við þær er að ein flatkaka inniheldur einungis 55kcal. Þær eru því frábært millimál enda mæla margir einkaþjálfarar með flatkökunum. Flatkökurnar innihalda engan viðbættan sykur, ekkert ger og ber líka skráargatið. Þú getur skoðað innihaldslýsingu fyrir Heilkorna flatkökur hér.

Lágkolvetnabrauðið er próteinríkt

2. Lágkolvetnabrauð

Gæða-lágkolvetnabrauðið er eitt hollasta brauðið sem hægt er að fá. Það hefur lágt kolvetnainnihald, 26% prótein og enginn viðbættur sykur. Til samanburðar er um 250% meira prótein í lágkolvetnabrauði pr. 100g heldur en í próteindrykknum Hámark! Skoðaðu innihaldslýsingu fyrir brauðið hér.

Hafrabrauð eru með 60% höfrum

3. Hafrabrauð

Þetta er einfaldlega hafragrautur í föstu formi. Brauðið inniheldur 60% hafra og er því tilvalið í morgunsárið. Hafrabrauð inniheldur betaglúkan úr höfrum (1,8 g í 100 g) sem eru trefjar í ysta lagi hafra. Sannað hefur verið að regluleg neysla af a.m.k. 3 g af betaglúkan á dag lækkar kólesteról í blóði. Hátt kólesteról er áhættuþáttur í þróun kransæðasjúkdóma. Það eru 10,3 g af proteini í 100 g. Í brauðinu eru einnig gott magn af trefjum. Skoðaðu innihaldslýsingu fyrir hafrabrauðið hér.

Heilkornakubbur úr heilkornum og með skráargats merkinguHeilkornabrauð er hollur kostur og ber skráargatsmerkinguna

4. Heilkornabrauð og heilkornakubbur

Heilkorn getur verið heilt korn eða malað, þar fylgja með allir hlutar kornsins þá hýði, mjölvi og kím. Vítamín og steinefni eru aðallega í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Heilkornakubburinn og Heilkornabrauðið eru trefjarík brauð úr heilkornum og inniheldur mikið af vítamínum og steinefnum. Trefjaríkt fæði hefur góð áhrif á meltinguna og er þar að auki mettandi. Bæði brauðin bera skráargatið


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is