5 ómissandi atriði á fermingarveisluborðið

5 ómissandi atriði á fermingarveisluborðið
Flott kransakaka!

Hjá flestum er fermingardagurinn einn af stóru gleðidögum lífsins. Þetta er dagurinn með stóru veislunni. Dagurinn þar sem barnið eða réttara sagt unglingurinn hefur mikið um hlutina að segja og að sjálfsögðu er þetta dagurinn þar sem við ætlum að halda veglega hátíð og fagna þessum merka áfanga með stórfjölskyldunni. 

Ferming er í raun upprunalega ungmennavígsla sem tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir nú nýjum viðfangsefnum.

 Allir sem hafa fermt barn vita að þetta er hausverkur því flest okkar er við ekki með stórveislu svona dags daglega. Það eru líka í mörg horn að líta og margir hlutir til að hafa áhyggjur af. Hvar á að halda veisluna? Er laus salur einhverstaðar og þarf ekki að panta hann með að minnsta kosti árs fyrirvara? Hverjum á að að bjóða og hverjum ekki? Hvað á að bjóða upp á? Matur eða kaffi? Hvaða litaþema erum við að tala um? Í hverju á svo að vera og svo framvegis.  

Listinn er langur og áhyggjuefnin mörg og mætti lengi halda svona áfram. Enn þetta er dagurinn sem beðið hefur verið eftir. Stóri dagurinn sem hefur verið í undirbúningi lengi. Dagurinn þar sem loks sér fyrir enda á margra mánaða stressi og áhyggjum. 

Fermingaveislan er stórveisla fjölskyldunnar þar sem blandast saman stolt og ánægja yfir þessum áfanga hjá barninu og löngunin til að gleðjast með sem flestum. Margir hafa ekki hist árum eða áratugum sama og aðrir aldrei. Það er um að gera að blanda hópnum vel saman. Óvíst hvort allir verði með í næstu fjölskylduveislu. En það er einnig öruggt að eitthvað gleymist, það er vitað mál en það breytir ekki mestu núna. Dagurinn heppnast yfirleitt vel þrátt fyrir það! 

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri slógum samt saman stuttum lista yfir hvað við teljum að sé ómissandi á fermingaveisluborðinu og þá sérstaklega í eftirréttunum. 

Fermingarkaka stelpu

Fermingakakan 

Hvað er ferming án fermingaköku? Bragðgóð, girnileg, falleg og vel unnin fermingakaka er augnayndi og á að vera eitt af því mikilvægasta á borðinu. Um að gera að láta hugmyndaflugið njóta sín aðeins og ekki vera feimin við að koma með tillögur þegar kakan er keypt, en þá er líka um að gera að vera tímalega með pöntun. Allt er hægt. 

 

Kransabitar á fermingardaginn

Kransakökubitar

Kransakökur voru allsráðandi hér áður fyrr og eru enn vinsælar en marsípankakan hefur sótt stíft á enda bjóða þær upp á meiri fjölbreytni í bragði og útliti. Báðar eru góðar og gildar en það er eitthvað svo hátíðarlegt við kransakökuna. Frábært er að bjóða upp á kransakökubita því mörgum af eldrikynslóðinni finnst kransakakan vera ómissandi í fermingum. 


Pavlova 

Pavlova er klassísk

Pavlova er vinsæl eftirréttaterta, ein af uppáhaldstertum margra. Stökkur marengs þakinn rjóma og berjum, það gerist ekki betra!  Það er hægt að velja hvaða ber sem er á tertuna, gott er að nota jarðaber, ástaraldin og hindber. 

Tertan fær nafnið eftir eftir Önnu Pavlovu, sem var þekkt rússnesk ballerína. Þegar hún heimsótti Ástralíu og Nýja Sjálandi á öðrum áratug síðustu aldar var þessi terta fundin upp þar henni til heiðurs. Þetta er kaka sem minnir á komandi sumar. 


Gott brauð 

Súrdeigs snittubrauðSama hvort það er heitur matur, súpa, árbítur, kökuhlaðborð eða eitthvað annað gott þá má ekki vanta brauð.Fyrir marga er engin máltíð án brauðs. Sama hvort fólki líkar betur eða verr máltíðin verður fátækleg án góðs brauðs. Að sjálfsögðu verður að muna eftir glútenlausu brauði. 

Við hjá Ömmubakstri framleiðum margar tegundir af brauði og teljum þær allar jafn mikilvægar. Súrdeigsbrauðið er mjög vinsælt núna og passar afbragðsvel með öllum mat. Hefðbundið snittubrauð stendur einnig alltaf fyrir sínu og tala nú ekki um blönduð rúnstykki sem eru skorin í minni bitar er líka skemmtilegt að hafa á borðinu. Gott að hafa viðbit eins og pesto og önnur suðræn mauk með einnig. 

Nýsteikt kleina
Kleinur og annað góðgæti 

Þó að mörgum finnist það stílbrot þá er alltaf vinsælt að bjóða uppá kleinur með kaffinu. Er eitthvað þjóðlegra en kleinur? Flestum finnst þær vera allgjört sælgæti og ekki á borðinu dags daglega. Öll börn elska kleinur þar fyrir utan. Einnig er hægt að blanda saman hrískökum og brownis í minni bita, þetta er vel þegið af smáfólkinu. 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is