Bakarabloggið: Hollari brauð (Fyrsti partur)

Bakarabloggið: Hollari brauð (Fyrsti partur)
Veldu hollari kostinn

Nýir tímar framundan

Enn og aftur nálgast haustið sem er spennandi því það er gaman að taka á móti nýjum árstíðum með nýjum áskorunum og markmiðum. Það er eitthvað svo hressandi og ekki ósvipað því að fara í sund eftir langan vinnudag.

Það er spennandi að setja sér ný markmið og það ættu sem flestir að gera sér til skemmtunar og sem smá ögrun. Það hressir og kætir.

En nú er sem sagt haustið að nálgast og við hérna á Bakarablogginu erum að velta hollu mataræði og mikilvægi heilsunnar fyrir okkur. Við erum ekkert mikið öðruvísi en flestir hvað heilsuna varðar og reynum að hugsa vel um okkur eins og svo margir.

Heilsan skiptir öllu máli

Bakari að undirbúaVið bakarar fáum iðulega þessar hefðbundnu spurningar um starfið eins og hvað okkur finnst um okkar „óheppilegan“ vinnutíma eða þá  hvort að við borðum ekki bara óhollustu og séum alltaf að fá okkur kökur, vínabrauð eða brauð í vinnunni.

Sumar þessara spurninga eru byggðar á vanþekkingu sem er okkur sjálfum að kenna en við gerum brauð og kökur á daglega.

Sum þessara brauða eru ekkert annað en orka, hollusta og hlaðin grófu mjöli, hnetum og fræjum.  Nokkur þessara brauða; eins og Hafrabrauðið, Lágkolvetnabrauðið og Orkukubburinn höfum við unnið með lengi og legið yfir til að fullkomna.

Þetta eru brauð sem við köllum okkur á milli heilsubrauð því þau eru orkurík, full af vítamínum og trefjum. Þetta þýðir það að líkaminn þarf að að vinna með hvern bita, brjóta hann niður áður en hann er sendur á stað út í hringrásina.  Í grófu korni og trefjunum geymast vítamínin nefnilega mjög vel og kroppurinn þarf að hafa fyrir því að ná í þessi fjörefni.

Síðan eru það trefjarnar sem halda blóðsykrinum stöðugum en með því þá bægjum við frá hungurtilfinningunni og höldum okkur í góðu, andlegu og líkamlegu jafnvægi.

Við teljum þessi brauð aldrei fullkomin, þau geta alltaf orðið betri.

Nýir tímar

Baka brauðÍ framhaldi af okkar vangaveltum um hollustu höfum við hérna á bakaravaktinni velt ýmsu fyrir okkur að varðandi það hvað við erum að gera með þessum skrifum. Svona fyrir utan það að við höfum haft ákaflega gaman að því að draga fram ýmis fróðleik um brauð og bakstur þá finnst okkur það einnig skipta miklu að þið vitið og sjáið hvað brauð er saman ofið við alla okkar heilsu og menningu í gegnum aldirnar.

Það er alveg ljóst að við bakarar erum í dag oft ranglega ásakaðir um að okkar vörur og framleiðsla sé slæm fyrir heilsuna og gerir engum neitt sérlega gott. Slíkar umræður eru ekki gáfulegar og kannski hefðum við átt að taka þátt í henni fyrir löngu sem við gerðum ekki. Ranghugmyndir byggja að sjálfsögðu alltaf á vanþekkingu.

Þannig að núna viljum við nálgast brauðmenninguna aðeins út frá öðrum sjónarhornum og reyna að upplýsa ykkur ágætu lesendur enn frekar um mismunandi ágæti innihald brauða og hvað snýr upp og niður í þessum brauðheimi. Lifið heil.

Við byrjum því í næstu viku að skoða orkubrauðin okkar útfrá innihaldinu og orkunni en að sjálfsögðu blöndum við alltaf smá sögu við þetta, annað væri leiðinlegt.

Lifið heil


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is