Bakarabloggið: Veljum hollari kostinn (annar partur)

Bakarabloggið: Veljum hollari kostinn (annar partur)
Lágkolvetnabrauð er ótrúlega hollt!

Við veltum ýmsu fyrir okkur

Við hérna á Bakarablogginu vorum að velta þessu fyrir okkur með hollustuna hér um daginn því okkur langar stundum að staldra þar örlítið við og koma með eitthvað gáfulegt. Það er að sjálfsögðu hægt að ræða um heilsuna og hvað er best og hvað er ekki best endalaust. En við viljum bara hafa þetta einfalt hérna og líta aðeins á nokkur atriði sem er gott og gaman að vita um.

Í dag er því þannig farið eins og flestir vita að það er útlitið og heilsan sem skiptir máli og þannig hefur það í rauninni verið í gegnum tíðina. Umræðan hefur komið og farið í bylgjum svona eins og gengur og gerist. Þó í dag er þetta umræðuefni frekar vinsælt því það virðist vera sem ansi mikið af ungu og miðaldra fólki hafi misst stjórn á mataræðinu hjá sér og það er áhyggjuefni.

Góðir gæðabitar í boði

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri gerum okkur alveg grein fyrir okkar ábyrgð enda höfum við lagt töluvert upp úr því að vera með holl og trefja- og vítamínrík brauð. Einnig höfum við farið út í það að framleiða nokkrar tegundir af glútenlausu brauði ásamt öðrum frábærum heilsubitum eins og hafrabrauðinu og lágkolvetnabrauðinu til að mæta þörfum sem flestra.

Rúnstykki með sósu og grænmeti

Við vitum það einnig manna best að það er ekki allt hollt sem við gerum þó að það sé gott enda sumt af okkar vörum hugsað til að njóta til hátíðarbrigða. Það er þetta með næringu og heilsu sem hefur breyst svo mikið og á eflaust eftir að breytast meira.

Samúel enn til sölu?

Hér áður fyrr þegar Samúel fékkst enn í lúgusjoppum og tölvur voru fjarlægur draumur var umræðuefnið hjá ungu fólki ekki alltaf mjög flókið. Oft voru það bílar, vélar eða tónlist. Hjá þeim sem voru komin með börn voru það börnin, ásamt einhverju öðru áhugaverðu sem vakti athyglina þá. Fólk hittist og spjallaði samann því líkmasræktin var varla til þó svo að einn og einn sérvitringur væri úti að skokka eða og trimma eins og það var kallað þá. En allt þetta hefur breyst og sem betur fer en eitt hefur þó ekki breyst og það er að við þurfum að borða og margir duglegri en aðrir í því.

Til eru ýmsir sérfræðingar og sjálfskipaðir vitringar í heilsu og hollustu án þess þó að þeir allir viti nokkuð mikið meira en mörg okkar í dag en það er svo auðvelt að nálgast allar upplýsingar sem og að matreiða þær.

Einfaldar útskýringar

Marga þyrstir í fróðleik um næringu með einfaldar útskýringar og lausnir. Leitin eftir einföldu skyndilausninni sem á að gera lífið svo einfalt og auðvelt er að sjálfsögðu stanslaust í gangi og ef við rekumst á hana þá látum við ykkur fyrst vita.

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri erum ekki neinir sérfræðingar en það starfa nú hjá okkur sérfræðingur á þessu sviði en okkur Bakarabloggurum langar samt aðeins að fjalla um þessa hluti með öðru.

Næringaruppsetning

Núna erum við að velta grunnatriðinu fyrir okkur. Aftan á hverri vörueiningu sem inniheldur matvæli er að sjálfsögðu alltaf útskýring á innihaldinu og orkunni sem viðkomandi vara gefur. Það eru þessi hefðbundni lestur: Fita þessi prósent, prótein þessi prósent og kolvetni þessi prósent. Síðan eru það Kj eða kcal og þessu er meira eða minna blandað saman. Margir renna yfir þessar töflur en vita ekki alveg hvað stendur á bak við þessar tölur. Við höfum það stundum á tilfinningunni að það sé búið að rugla okkur flest of mikið í rýminu eða að margir viti varla í þennan heim eða annan hvað þetta varðar.

En tökum léttu hlutina fyrst og síðan bætum við aðeins við þetta smá saman. Gaman verður að taka kolvetnin seinna því það er eitthvað sem margir eru ekki að átta sig alveg á enda ekki sérlega létt en samt spennandi.

Í raun er mjög gaman að þessu það er bara að gefa sér smá tíma til að láta þetta sogast inn og meltast örlítið.

Smá tölur til að hugsa um

Smjör í sneiðumSú orka sem matvæli gefa okkur er mæld í kílócaloríum í dag (kcal) eða kílójúlum (kJ ) Þessu var breytt og nú er talað oftar um júl (kílójúl) eða „J“ en 1 J er sú orka sem er notuð þegar 1 kg er flutt 1 meter með orkunni N(Newton).  Þannig að 1 J er = 0,240 kcl og  1 kcl = 4,184 kj. Ekki mjög flókið en hjá landlækni er að finna góða skýringu sem við stálumst aðeins í en hún er svona.

 Í daglegu tali er oft talað um hitaeiningar og þá er átt við kcal sem en er algengasti mælikvarðinn.

  • Kolvetni 4 kcal/g
  • Prótein 4 kcal/g
  • Fita 9 kcal/g
  • Alkóhól 7 kcal/g  

Til að reikna orkuna (kcal) úr matvælum þarf að margfalda grömm orkuefnanna með þessum stuðlum.  

Dæmi um útreikning á orkugildi

Næringargildi í 100 g af skyri með bláberjum

  • Orka 92 kcal
  • Prótein 9,8 g
  • Kolvetni 12,7 g
  • Fita 0,2 g

Reiknað orkugildi: 9,8 g * 4 g/kcal +12,7 g * 4 g/kcal + 0,2 g * 9 g/kcal = 91,8 kcal

Auðvelt og gott að muna

Ef við reiknum hlutfall (%) allra orkuefnanna þá verður hlutfallstala þeirra samtals 100%.

Dæmi um skyrið hér á undan:

  • Prótein: 9,8g * 4 kcal/g = 39,2kcal
  • Kolvetni: 12,7g * 4 kcal/g = 50,8 kcal
  • Fita: 0,2g * 9 kcal/g = 1,8 kcal

Alls 39,2 kcal + 50,8 kcal + 1,8 kcal = 91,8 kcal


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is