Bolludagur!

Bolludagur!
Bolludagurinn 2015

Í dag, 16. febrúar, er hinn árlegi bolludagur. Bolludagurinn er alltaf á mánudegi, 7 vikum fyrir páska. Líklegt er að þessi hefð sé af dönskum eða norskum uppruna frá síðara hluta 19. aldar. Sagt er að þarlendir bakarar sem settust hér að á Íslandi eigi frumkvæðið að þessu. Áætlað er að íslenskir bakarar baki um milljón bollur fyrir bolludaginn. Hin hefðbundna bolla er með sultu og rjóma innan í og lok bollunnar er síðan hulin súkkulaðiglassúr. 

Við hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri höfum unnið hörðum höndum í allan morgun við að útbúa glæsilegar bollur. Þær eru í ýmsum formum eins og vatnsdeigsbollur og gerbollur með súkkulaði, karamellu í ýmsum stærðum og gerðum.

Við óskum landsmönnum til hamingju með bolludaginn og vonum að þið njótið hans í hófi ;)

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is