Bygg í flatkökum og brauði

Gömul saga

Í þessu Bakarabloggi langar okkur að aðeins að skoða byggið sem er kornvara og er að verða ákaflega vinsæl og hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár, enda ekki að ástæðulaust. 

Bygg á sér langa sögu og hefur það fylgt manninum í um 11.000 ár,  kemur upprunnalega frá mið Asíu.  Á Norðurlöndum eru fyrstu heimildir um bygg frá víkingum og þeir eru taldir hafa gert svokölluð öskubrauð en þá voru byggbollur bakaðar í heitri ösku og þeir ásamt fleiri þjóðflokkum gerðu einnig flatbrauð á sérstökum grindum yfir eldi. 

Færeyingar gerðu svipað, en þeir brúnuðu deigbollurnar yfir opnum eldi og kláruðu svo baksturinn í heitri ösku, brauðbollurnar voru kallaðar dyler.

Flatkökur haust

Flatbrauð úr byggi voru vinsæl í Svíþjóð en þau voru þurrkuð og geymdust því vel. Bygg hefur einnig verið malað og notað með öðru mjöli í langa hríð. Þannig var skoskum myllum breytt svo að hægt væri að mala hafra, bygg og baunir saman eða sitt í hvoru lagi og mjölið var síðan notað í brauð, grauta og flatkökur. 

Í  Svíþjóð notaði fólk einnig samskonar mjölblöndu í bakstur.  Í Evrópu var bygg notað í fleira en brauð eins og til dæmis í grauta, kássur og seyði. Bygggrautur var algengur á borðum í Englandi allt til loka 18. aldar og enn lengur meðal fátækra. 

Á Fjóni í Danmörku var eldaður bygggrautur úr mjólk eða bjór og þeir báru einnig fram kjötseyði með brotnu byggi eða byggflögum. Á Eyjunni Senja í Noregi var borinn fram bygggrautur sem var byggmjöl blandað við soðið vatn og var hann kallaður vassgraut

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri höfum verið duglegir að notfæra okkur þetta vinsæla korn og með góðum árangri.

Bygg á Íslandi

Bygg flatkökur

Þorvaldur Bjarnarson frá Núpakoti, komst yfir jörðina Svaðbæli árið 1886 sem var lítið og blautlent kot undir Eyjafjöllunum. Þar reisti hann sér býli á grundunum þar fyrir ofan og nefndi það Þorvaldseyri. Reisti hann þar torfbæ og síðar hlöðu mikla sem hann hafði einni alin lengri og breiðari en Menntaskólahúsið í Reykjavík sem þá var stærsta bygging á Íslandi. 

Síðan líður langur tími og kynslóðir koma og far og árin líða.

Til að gera langa og áhugaverða sögu stutta þá er það þannig að korn hefur verið ræktað á Þorvaldseyri síðan 1961 og bændur þar hafa verið í farabroddi íslenskrar kornræktunar allar götur síðan. Um 1981 fóru bændur í Austur-Landeyjum einnig af stað með byggrækt og síðan þá hefur kornrækt aukist gífurlega og nú má finna kornbændur í öllum landsfjórðungum, en þá helst á Suðurlandi.

Það eru aðallega þrjú býli sem framleiða matbygg, áðurnefnd Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Vallanes á Fljótsdalshéraði og Belgsholt í Borgarfirði. Þá eru minni ræktendur eins og Birtingaholt á Suðurlandi sem selur heilmalað bygg og rúg á bændamörkuðum og í nærliggjandi verslunum. Einnig Stóru-Akrar og Páfastaðir í Skagafirði sem selja afurðir sínar til heimamanna.

Bygg er talið hollt vegna þess að það hefur hátt hlutfalla trefjaefna, vegna heilsubætandi áhrifa vatnsleysanlegra trefja eins og beta-glúkana, mikilvægra bætiefna og vítamína eins og fólasín). Í því eru einnig flókin kolvetni sem samræmast ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og að auki eru í því andoxunarefni og hollefni sem áður voru aðeins tengd við grænmeti.

Haustið er komið í bakaríinuVið hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri höfum helst notað byggið í Byggflatkökurnar okkar vinsælu og með virkilega góðum árangri.

Gaman er einnig að lesa um það hvernig víkingarnir notuðu byggið í flatbrauð áður fyrr sem er ekki langt frá því sem okkar menn eru að gera í dag. Enda skara þessar flatkökur framúr öðrum að okkar mati.

Lifið heil

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is