Dásamlega gott jólabrauð

Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum og þá bara helst gott jólabrauð

Lagið hefði nú átt að hljóma eitthvað á þessa leið frekar því að það voru nú ekki allir að farast úr hungri eða öðrum landlægum pestum hér áður fyrr á okkar ástkæra landi. Inn á milli voru fjölskyldur sem komust sæmilega af sem betur fer og það má nú ekki alveg gleyma þeim.

Núna á haustdögum ákváðum við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri að koma með nýtt spennandi súrdeigsbrauð á markaðinn. Nýtt brauð fyrir jólin til að hressa aðeins upp á brauðúrvalið og koma með skemmtilega jólanýjung. Slík ákvörðun þarf allt þor og góðan undirbúning.

Allar hátíðir ilma sérstaklega

Það þarf að sjálfsögðu ákveða hvaða uppskrift  á að nota og hvernig á að krydda gott jólabrauð svo að það standi undir nafni.

Í raun þá var þetta ekki mjög flókið því bakararnir okkar hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri voru tilbúnir með góða súrdeigs uppskrift á teikniborðinu svo að segja strax. Það þurfti eiginlega bara að finna út með hverju brauðið yrði kryddað.

Þegar bakararnir fóru að velta þessu fyrir sér hvaða krydd ætti að nota í jólabrauð þá kom bara eitt bragð í huga þeirra og það er kanill og aftur kanill, kannski smá anís, negul og rúsínur. Þessi krydd eru af einhverri ástæða krydd jólanna og er það nú ekki svo að þessi ágætis krydd hafi neina sérstaka tengingu við jólahátíðina annað en að þá var það besta týnt til.

Það er gaman að velta því fyrir sér að þá eru flestar af okkar stærri hátíðum með einhvern sérstakan ilm í loftinu.  Vinsælar hátíðarlyktir eru til dæmis af vanillu, eplum, anís, lárvíðarlaufi, blóðbergi, mandarínum og negli

 

Kanilbrauð með rúsinum

Kanill var gull

Það er nú samt kanillinn sem á sigurinn en hann er ættaður frá eyjunni Sri Lanka eða Ceylon. Brennandi þörf og löngun eftir kanill var ein af megin ástæðum (og að sjálfsögðu smá gullæði líka) þess að ofurhugar þess tíma fóru á stað að leita leyndardómsfulla fuglsins  sem sagður var gera sér hreiður úr kanilstöngum. Kanillinn var sem sagt til orðin í hreiðri þessar furðufugls, töldu fróðir menn lengi.

Í raun voru það arabískir kaupmenn sem stjórnuðu verslun með kanil lengi vel en síðar tóku Portúgalar yfir þegar þeir fundu siglingaleiðina niður til Ceylon eins og hún hét þá.  Kanillin sem við notum í dag er ræktaður á nokkrum stöðum í Asíu og Indlandi og  er í raun þurrkaður börkur nokkurra trjátegunda af mismunandi gæðum og verðflokkum.

Brauð í jólamatinn

En nú er jólabrauðið komið í allar verslanir Krónunnar og rýkur út eins og heitar lummur enda aðeins bakað í takmörkuðu upplagi.  Við höfum heimildir fyrir því að ónefnd stúlka í Austurbænum hafi verið svo hrifin af nýja jólabrauðinu að hún stakk upp á því að hafa brauð í jólamatinn í ár.

"Það að gefa börnum brauð til að bíta í á jólunum“.

Lifið heil

Jólabrauð með kanil og rúsínum


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is