Endurnýttu tonn af laufabrauði í fuglafóður

Endurnýttu tonn af laufabrauði í fuglafóður
Fuglafóður

Um eitt tonn af laufabrauði frá Gæðabakstri hefur verið endurnýtt sem fuglafóður. Um er að ræða laufabrauð sem ekki var hægt að selja í verslunum fyrir síðustu jólahátíð. Fuglafóðrið hefur verið selt í völdum verslunum Bónus síðustu vikur. Mikill áhugi hefur verið á fuglafóðrinu og er það nánast uppselt. Þá verður stór hluti plastdósa fyrir laufabrauðið notaður til ræktunar á plöntum hjá garðyrkjustöð.

Bónus hefur um árabil lagt áherslu á að draga úr matarsóun með ýmsum hætti, svo sem með sölu á vörum sem eru útlitsgallaðar og vörum á síðasta neysludegi á afslætti. Þá er Bónus fyrsta matvöruverslunin sem hefur kolefnisjafnað rekstur verslana sinna.

“Gæðabakstur hefur lagt mikla áherslu á draga úr matarsóun, einkum með skilvirkri dreifingu á vörum í verslanir og hefur tekist að draga verulega úr rýrnun. Ennfremur fer stór hluti af óseldum vörum Gæðabaksturs í svínafóður. Þannig hefur Gæðabakstur lagt sitt af mörkum til þess að draga úr matarsóun og sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri,” segir Gísli Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

Sala á laufabrauðinu sem fuglafóður í verslanir Bónus styður við 12 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (Ábyrg neysla).  

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is