Esja kjötvinnsla vann morgunverðarhlaðborð!

Esja kjötvinnsla vann morgunverðarhlaðborð!
Esja fékk morgunverðarhlaðborð!

Eins og áður hefur komið fram, erum við hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri í miklu jólastuði! Við erum að gefa og gefa ;)
Við fórum af stað með jólaleik strax í desember þar sem hægt var að skrá sig og sinn hóp sem viðkomandi vildi gleðja. 

Í dag komum við Esju kjötvinnslu á óvart með morgunverðarhlaðborði. Esja er stórt og flott fyrirtæki sem sérhæfir sig í kjötvinnslu. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns þegar mest er að gera. Þeirra aðal starfsemi er að þjóna mötuneytum, eldhúsum, veisluþjónustum, veitingahúsum og verslunum um land allt. 

Það var hún Kristrún Hauksdóttir sem skráði sig og vinnustaðinn sinn Esju. Þegar hún skráði sig í leikinn spurðum við hverja hún ætlaði að gleðja. Hennar svar var: "Vinnufélagana. Því það er mikið að gera í desember og þar sem allir eru að leggja hart að sér, eiga þeir skilið smá glaðing. Fyrir utan að þetta eru bestu vinnufélagarnir!". Á morgunverðarhlaðborðinu voru kleinuhringir, brauð, rúnstykki, langi jón, laufabrauð, heitar flatkökur, rúgbrauð og ýmsu sætabrauði ásamt djús og gos frá Ölgerðinni og ostar frá Mjólkursamsölunni

Það var svo sannarlega gaman að koma í heimsókn og ánægjulegt að fá að gleðja starfsmenn með þessum hætti. Þeir eiga það svo sannarlega skilið þar sem mikið álag er í kringum jólin, auðvitað út af jólasteikinni! Takk fyrir okkur!

Esja í morgunverðarhlaðborði 

Kristrún á myndinni til vinstri.

Gleðileg Jól!


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is