Upphafið - Flatkökur í litlum bílskúr í kópavogi

Í upphafi var brauðið

Um það leyti sem haninn hófu upp sína raust við lítinn hálfbyggðan vog suður með sjó og um það leiti sem sólinn sendi sína fyrstu geisla niður holtin dreif fjöldi sloppi klæddra húsmæðra að litlu gulu húsi sem stóð aðeins hærra en önnur við götuna.

Kunnugir segja og sem til þekktu að þetta  hafi ekki verið ósvipað og þegar kallað var til morgunnbænar í Íslam.

En þetta var ekki í hitasvækju Miðjaðrahafsins. Þetta var í Kópavoginum og árið er um 1965. Þá var Vesturbærinn á mörkum hins byggilega heims.

Ekki bárust nein bænaköll úr þessu litla gulmálaða húsi með gulmálaða bílskúrnum sem konurnar höfðu horfið inn í. En fljótlega fór þó blálitaður reykur að liðast út um hálfopnar bílskúrshurðina og þéttur bökunarilmur læddist um hverfið.

Sólin var að koma upp.

Þreytulegir hatta prýddir menn skunduðu upp á næstu strætó stoppistöð eða reyndu að koma brokkgengnum bílum í gang. Flestir bílanna voru frekar lúnir og vel notaðir. Gamall blöðruskódi stóð efst í brekkunn en honum var iðulega rennt í gang. Hann hvarf síðan í rykmekki og bláum reyk út Þingholtsbrautina.

Hverfið var vaknað og sólin að koma upp. Aðeins lengra úti á horni og í ört stækkandi íbúðarbyggðinni kúrði stórt hænsnabú.

Ömmubakstur í gamla dagaLandnemabyggð

Í þessum litla bílskúr á Þingholtsbrautinni voru bakaðar flatakökur. Það var hér sem grunnurinn var lagður að Ömmubakstri. Í gömlum bílskúr í landnemabyggð Vesturbæjar Kópavogs.

Krakkarnir í hverfinu vor reglulega sendir í „flatkökugerðina“ til að kaupa skammtinn fyrir heimilið. Afskurður var sníktur og  tugginn á heimleiðinni. Egg voru keypt í hænsnabúinu, Sunnubúð var aðeins framar í götunni ef það vantaði brauð, skyr eða mjólk eða kanski sígarettur. Guðnabúð og bakaríið voru hinumegin á nesinu.

Þetta voru langar vegalengdir fyrir krakkana að snattast en hvað skipti það máli því dagarnir voru langir og ekkert lág á. Strætó gekk einu sinni á klukkutíma ef hann var ekki bilaður og „æskan lék sér utandyra og fann sér sinn förunaut á víðavangi“ eins og skáldið söng.

Þarna voru síðan bakaðar flatkökur í mörg ár eins og enginn væri morgundagurinn og smá saman stækkaði fyrirtækið. Ömmubakstur var í fæðingu.

Ömmubakstur framleiðslaÞað að staldra við aðeins

Stundum er gaman og gott að staldra aðeins við og horfa til baka og skoða upphafið. Upphafið þar sem ræturnar liggja. Það getur verið spennandi þegar staðið er fyrir framan brauðhilluna í stórmarkaðinum eða bakaríinu að velt því fyrir sér hvað saga er á bakvið þetta brauð. Hversu mörg handtök liggja í einu brauði. Ferilinn getur verið óhemju langur og flókinn, spannað hálfann heiminn og farið í gegnum margar hendur. Frá sáningu inn á brauðbrettið er löng leið. Hvað þá smjörið, áleggið eða annað sem fer á brauðið.

Í einni brauðsneið getur legið ferðalag yfir hálfan heiminn.

Spáðu í því.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is