Hafrabrauð með 60% höfrum

Hafrabrauð með 60% höfrum
Hafrabrauðið inniheldur 60% hafra

Gæðabakstur kappkostar að mæta þörfum viðskiptavina sinna fyrir hollari og næringarríkari kosti.

Hafrabrauðið er afrakstur metnaðarfullrar þróunarvinnu þar sem leitast var við að bjóða upp á brauð sem innihélt ríkulegt magn hafra og engan hvítan sykur.

Betaglúkanar eru trefjar í ysta lagi hafra en í 100 g af Hafrabrauði eru 1,8 g af betaglúkönum. Sýnt hefur verið fram á að regluleg neysla betaglúkana (hafi áhrif til lækkunar á kólesteróli í blóði. Hátt kólesteról er áhættuþáttur þegar kemur að þróun kransæðasjúkdóma.

Við lögðum jafnframt ríka áherslu á mýkt og bragðgæði brauðsins. Útkoman var þetta frábæra brauð sem þú finnur í næstu verslun. Hafrabrauðið er frábær kostur hvenær dagsins sem er og hefur því verið líkt við hafragraut á föstu formi.

Á annasömum morgnum er til að mynda tilvalið að gæða sér á ljúffengu hafrabrauði með góðu áleggi.

Prófaðu hafrabrauðið með

  • Kotasælu og niðurskornu grænmeti
  • Bananabitum og hnetusmjöri
  • Hummus
  • Eplaskífum og kanil
  • Lárperu og eggi

Hafrabrauð inniheldur 60% hafra


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is