Halloween er haldið vegna þess að...

Halloween

Við hérna á Bakarablogginu ætlum að klæða okkur upp núna á þriðjudaginn og hrella fólk með kjánaskap og hrekkjum, því loks er Hrekkjavakan, sem á enskri tungu kallast „Halloween“.  Halloween er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’“ Evening eða „All Hallows’ Eve“ sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu. 

Allraheilagramessa er 1. nóvember. Þá er sameiginlegur minningardagur píslarvotta og messudagur þeirra fjölmörgu helgu manna í kristnum sið sem ekki eiga sér eigin messudag. Messudagurinn var reyndar flutt yfir á næsta sunnudaginn á eftir, á sínum tíma, til hagræðis.

Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kaþólsku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir að evangelísk-lútersk kirkja náði völdum; textar og bænir sem messudeginum fylgdu voru þá jafnframt lögð til næsta sunnudags þar á eftir.

Í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal á Íslandi og hinum Norðurlöndunum auk keltneskra landa, var árinu skipt í tvær árstíðir. Sumarið byrjaði með hátíð sem og veturinn.

Hátíð hinna dauðu

Halloween muffins góðar

Tíminn var talinn í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum, eins og enn er gert með t.d hross. Veturinn, eins og nóttin, var talin koma fyrst; mánaðamót október og nóvember var því tími vetrarbyrjunar, og þar með nýárs.

Þá tóku kuldinn og myrkrið við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti.  Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi er á þessum tíma enn haldin hátíð sem á gelísku heitir Samhain, hátíð hinna dauðu. Í seinni tíð hefur hún fengið heitið Hallowe’en.

Andar voru taldir vera á kreiki á bæði Samhain og veturnóttum.

Sökum kristnitökunnar lögðust veturnætur smám saman af. Sömuleiðis hurfu margar gamlar kaþólskar hátíðir við siðaskiptin, eða þegar lúterskur siður tók við af kaþólskri trú.

Gömlu hátíðirnar eins og vetrarnætur voru haldnar skömmu eftir sláturtíð og neytti fólk þá vel af því nýmeti sem sláturtíðinni fylgdi enda sjaldnast mikið um slíkt á veturna.

Þegar kirkjan tók yfir þessar hátíðir færðust þær yfir á allraheilagramessu og var hún því oft kölluð sviðamessa.

Brennandi kerti

Spooky muffins draugalegar

Hefð myndaðist fyrir því að á Samhain/Hallowe’en væri brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum og á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja í bálköstum. Einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum og með grímur, eins og nú tíðkast á öskudegi Íslendinga, og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.

Þegar Írar og Skotar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist Hallowe’en hátíðin með þeim. Í Bandaríkjunum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auðveldari að skera út. Þannig tóku graskerin við af næpunum sem tákn fyrir Halloween Bandaríkjamanna.

Áhrif frá Ameríku

Vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum verður æ algengara að Norðurlandabúar haldi upp á hrekkjavöku að bandarískum sið. Ýmsir hafa ýtt undir þessa þróun, til að mynda dagblöð og verslanir.

Hrekkjavaka Norðurlanda því fyrst og fremst unglingahátíð, rétt eins og Hallowe’en á Írlandi og Skotlandi var forðum.

En að sjálfsögðu viljum við taka aðeins þátt í sprellinu hérna hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri og bjóða spennandi og smá draugalega múffur sem ekkert hefur verið sparað í.

Þannig að okkar frábæru bakarar tóku fram sína spariuppskrift og útkoman er bara alls ekki slæm…….farið varlega og skemmtið ykkur vel.

En ekki gleyma því að þessi hátíð er ættuð úr norðrinu eins og svo margar aðrar. 

Eigið góðan dag.

Muffins sölueining


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is