Hatborgara brauð

Hatborgara brauð
Mun hatrið sigra?

Eins og flestir vita komst Ísland áfram á úrslitakvöld Eurovision. Í tilefni að því ákvað Gæðabakstur að setja á markað Hatborgara brauð. Á 24 tímum tókst að koma vörunni á markað. 

“Þetta gerðist mjög hratt. Eftir að Ísland komst áfram að þá hugsuðum við hvort við gætum gert eitthvað sniðugt. 24 tímum seinna var búið að hanna útlit, finna umbúðir, þróa vöruna og koma þessu í pakka” segir Viktor Sigurjónsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

Hatborgara brauð eru tvö berrössuð og glansandi hamborgarabrauð í svörtum latex umbúðum. Líklega eru fáar vörur sem eiga jafn vel við.

“Útlitið er kannski svolítið groddaralegt, en þetta eru tvö heiðarleg brauð sem eru mjúk að innan og full af tilfinningum”.

Brauðin eru aðeins til í mjög takmörkuðu magni og verða í boði frá og með deginum í dag. Hatborgara brauðin fást í öllum helstu verslunum landsins.

“Síðan er hægt að nota umbúðirnar sem búning þegar búið er að taka brauðin úr þeim” segir Viktor að lokum. 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is