Hráefni sem stuðla að betri svefni

Hráefni sem stuðla að betri svefni
Hráefni sem stuðla að betri svefni

Smekkur fólks fyrir brauði, kökum og bakkelsi tekur stöðugum breytingum. Áhrifin koma víða að, bæði að heiman og erlendis, úr fortíðinni og jafnvel framtíðinni. Ef rýnt er í árið 2022 mun val neytenda að miklu leyti ráðast af stórum alþjóðlegum málefnum eins og loftslagsbreytingum og búfjárhaldi.

Ef þetta hljómar ekki sérlega rómantísk uppskrift að brauðinu þínu skaltu ekki hafa áhyggjur. Matvælafyrirtæki eru dugleg að aðlaga sig að ríkjandi straumum og koma með spennandi nýjar vörur sem mæta þörfum kröfuharðra neytenda.

Hér eru fimm nýjungar sem bakarar munu hafa í huga árið 2022.

Framleiðsla úr nærumhverfinu

Allir eru meðvitaðir um loftslagsvandann og nauðsyn þess að draga úr orkunotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu náttúrunnar. Neytendur munu gæta betur að því hvernig matvælaframleiðendur bregðast við þessum vanda. 

Ein leiðin er að afla hráefna úr nærumhverfinu. Það mun leiða til aukins vægis brauðs sem bakað er á gamla mátann og er dæmigert fyrir heimasvæði hvers og eins. Önnur leið er að draga úr notkun mjólkurvara og leggja meiri áherslu á jurtainnihaldsefni. 

Nú er hægt að fá vegan valkosti fyrir smjör, egg, rjóma, mjúkan ost og niðurseydda mjólk, en framleiðsla þeirra felur í sér minna af vatni, minna landsvæði til beitar og ræktunar sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda en framleiðsla hefðbundinna mjólkurvara. Gera má ráð fyrir að bakarar verða færari í að nota þessi hráefni til að búa til klassískar kökur, brauð og bakkelsi sem bragðast alveg eins og gömlu góðu vörurnar en fara betur með plánetuna.

Hráefni sem stuðla að betri svefn

Eitt heilsufarsvandamál sem nú er mikið í umræðunni er svefn – eða skortur á honum. Svefnleysi er útbreitt vandamál og ein ástæða getur legið í neyslu matar. Eftir því sem neytendur verða meðvitaðri um mikilvægi svefns munu matvæli sem hjálpa til við slíkt verða eftirsótt.

Góðu fréttirnar fyrir bakstur eru þær að trefjaríkt korn eins og heilhveiti og rúgmjöl eru frábær fyrir framleiðslu á hormónunum melatóníni og serótóníni. Melatónín er gjarnan kallað svefnhormónið – framleiðsla þess er það sem gerir okkur syfjuð – á meðan serótónín hjálpar að halda reglulegu svefnmynstri.

Kirsuber og vínber innihalda líka dágóðan skammt af melatóníni, og eru því talvalin á kökur, ásamt vænum skammti af jógúrti, sem gefur okkur kalkið sem við þurfum til að vinna melatónín.

 Sykursnauður bakstur

Ofþyngd er ekki síðra vandamál en svefnleysi. Heilsfarslegt vandamál eins og ofþyngd er kannski ekki eins vinsælt umræðuefni og svefn en Covid-19 heimsfaraldurinn hefur leitt til vitundarvakningar um heilsu þar sem hvatt er til minni neyslu á kolvetnum. 

Þú heldur kannski að það séu slæmar fréttir fyrir bakara. Kökur, bakkelsi og brauð eru jú almennt ekki talin vera ákjósanlegasta fæðan fyrir þá sem þurfa að léttast. En það eru til fullt af hollum, sykursnauðum aðferðum sem bakarar geta notað til að gefa vörunum sínum sætan keim án þess að nota ofgnótt af hvítum sykri og sírópi, og við búumst við að sjá meira af þeim árið 2022. 

Ávextir koma bökurum að góðum notum við sykursnauðan bakstur. Ferskir, þroskaðir ávextir gefa bæði náttúrulegan sætan keim og ljúffengt bragð, og draga þannig úr því magni sykurs eða sætuefna sem til þarf. Döðlur henta sérstaklega vel til kökugerðar, enda eru þær bæði trefjaríkar og dísætar auk þess að vera góðar fyrir þarmaheilsuna og geta komið í staðinn fyrir hvítan sykur.

Afrísk áhrif í bakstri aukast

Hægt er að nálgast hráefni úr nærumhverfinu en þegar kemur að bragði má búast við að áhrifa gæti víða að úr heiminum. Heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir ferðalög og því sækir fólk nú í auknum mæli í framandi upplifanir.

Asísk, rómönsk-amerísk og afrísk áhrif munu koma með líflega nýja bragð- og litaflóru í baksturinn: chillí með sætum ávöxtum eins og hindberjum eða mangó; kardimommur og kóríander blandað í bökur og bakkelsi; og Miðjarðarhafsuppáhaldin hvítlaukur og ólífur í bland við kryddjurtir eins og basil og oregano

Rétt eins og saltkaramellur gerðu áður stormandi lukku hjá sælkerum má búast við að glænýjar bragðsamsetningar komi fram árið 2022 til að létta lund og flytja okkur í einhverja framandi paradís.

Sjónræni þátturinn aldrei mikilvægari en nú 

Þegar kemur að kökum, brauði og bakkelsi skiptir sjónræni þátturinn ekki síður máli en bragðið árið 2022. Fagurfræði hefur aldrei verið mikilvægari.

Allir eru matarljósmyndarar núorðið og girnilegt brauð eða glæsileg kaka geta aflað fylgjenda um allan heim. Það er kominn tími til að sköpunargáfa bakaranna og kökugerðarmeistaranna okkar fái að njóta sín til fulls. 

Að venju má búast við fallegum skreytingum en ekki síður nýstárlegum formum, snjöllum samsetningum og mikilli hugvitssemi þegar kemur að útliti.

Hvað sem gengur á í heiminum er hughreystandi að vita að við munum alltaf hafa bökunarvörur til að gleðja og koma okkur á óvart, ár eftir ár. Gæddu þér á daglegu brauði, kökum, kexi og bakkelsi árið 2022. Það stefnir í að verða skemmtilegt ár.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is