Hvað einkennir góð hamborgarabrauð?

Hvað einkennir góð hamborgarabrauð?
Hefur þú prufað að grilla kjúklingaborgara?

Hamborgarabrauð

Hamborgarinn hefur í gegnum tíðin skapað sér mjög sterkan og sérstakan sess í huga vesturlandabúa og reyndar víðar. Borgarinn sem er svo einfaldur en samt svo margbrotin og fjölbreyttur er annaðhvort hataður eða elskaður og það er eiginlega ekkert þar á milli. Flest okkar elska nú samt þessa fábrotnu en góðu máltíð.

Þessi einstaki réttur er þó eins og veðrið það eru allir sem hafa skoðun á honum  en engin veit almennilega hvernig hann er bestur en oftast er þó hægt að gera flestum til hæfis með góðum borgara ef allt annað bregst.

En hvað er það eiginlega sem kitlar svona við þessa einföldu máltíð? Það eru margir búnir að velta þessu fyrir sér og heilu bókasöfnin hafa verið skrifuð um hamborgarann. Hann er einfaldlega örlítið sexí samt subbulegur og við nennum varla elda hann heima nema þá helst að hann sé grillaður úti. Flest börn elska hann.

Hamborgari gæða

Gæðin skipta öllu máli

Að baki vel heppnaðs borgara er að sjálfsögðu úrvals nautakjöt með hæfilegri fitu. Það er galdurinn við góðan hamborgara að hafa hlutföllin rétt það má ekki vera of lítið af neinu og alls ekki af mikið öðru. Kitlandi bragðsterk sósa, stökkt grænmeti og gott hamborgarabrauð, það er þetta sem er svona lögbundinn grunnur.

Það er galdurinn að allt verður að smella saman en það er nú alltaf verið að leita að þessari sönnu fullkomnun þessari heilögu þrenningu með brauði, salati og kjöti. Þar á milli koma síðan ótal mismunandi útfærslur.

Það að sökkva sér í góðan borgara og finna mýktina og sætuna af góðu brauði, bragðgóðu safaríku kjöti og stökku káli er tilfinning sem er ekki auðvelt að útskýra. Kannski helst að líkja þessu við þegar farið er í heita sturtu eftir langan og erfiðann vinnudag. Það að finna heitt vatnið hríslast niður eftir bakinu er dásamlega upplifun og eiginlega ólýsanleg tilfinning sem ekki er auðvelt að koma á prent. Er það ekki fullkomnun.

Hamborgarabrauð er eitt af lykilatriðunum

Gæða hamborgari

En hvað væri þetta bragðgóða og sérvalda kjöt án góðs hamborgarabrauðs? Varla nokkuð meira en hakkað buff með salati og þar að auki frekar óspennandi. Það er hér sem við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri komum með það sem við vitum að skiptir miklu máli, gott brauð.

Þó að við segjum sjálf frá þá viljum við meina að okkar menn geri eitt af bestu hamborgarbrauðunum á markaðinum, en eins og sagt er „hverjum finnst sinn fugl fagur þó að hann sé bæði ljótur og magur“. En varla eru okkar menn að gera vond brauð ár eftir ár?

Gott brauð er nefnilega lykilatriðið. Brauð sem heldur vel utan um kjötið og grænmetið, heldur aftur af sósunni svo að hún renni ekki eins og engin sé morgundagurinn þetta eru atriði sem skipta máli. Brauðið er úthugsað enda er talið að fyrsta alvöru hamborgarabrauðið hafi komið á markað 1926 og síðan þá hefur það bara verið í þróun.

Þitt hugmyndaflug

Það er annað mikilvægt hlutverk sem brauðið gegnir og sem stundum gleymist en gott brauð á að gera okkur kleift að grípa sveittan borgarann í höndina óhrædd um að sósan leki yfir okkur. Brauðið má alls ekki vera of mjúkt og ekki gefa of mikið eftir né heldur of stökkt því þá molnar allt niður. Það má heldur ekki vera of lítið eða of stórt. Við eru alltaf að leita að að fullkomnun.

En það er enginn sem segir að það þurfi endilega að vera lögbundinn hamborgari á milli í hamborgarabrauðinu. Hérna er það bara hugmyndaflugið sem stjórnar. Af hverju ekki kjúklingur eða grænmetisbuff? Það er líka gott. Hvað segið þið um steiktan fisk eða „pulled pork“  bara svo við nefnum eitthvað. Möguleikarnir eru ótrúlega miklir og spennandi.

Hamborgarabrauðin bjóða upp á mikinn fjölbreytileikan og útkoman er eiginlega eingöngu bundin við okkar hugmyndarflug.

Hamborgarabrauð borði

Sumarblogg

En nú er að koma sumar hjá okkur loksins og því langar okkur hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri að brjóta aðeins upp þessa pistla sem hafa farið vel á stað og fara meira yfir í matarpistla einu til tvisvar sinnum í mánuð. Með spennandi uppskriftum og hugmyndum. Nú ef þú lesandi góður hefur eitthvað spennandi fram að færa þá væri fátt ánægjulegra en að heyra frá ykkur. 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is