Hvað er svona sérstakt við Súrdeigsbrauð?

Hvað er svona sérstakt við Súrdeigsbrauð?
Súrdeigsbrauð tekur um 48 klst að gera!

Brauð hefur fylgt manninum alla tíð og tengist flestum ef ekki öllum okkar háttum frá vöggu og til grafar. Brauð er tákn fyrir svo marga hluti í okkar lífi mannfólksins að auk þess að ansi margir af lífsáföngum mansins eru stikaðir með brauði.

Brauðið er allstaðar og svo víða að við erum hætt að taka eftir því. Bara eins og í okkar helstu trúarbrögðum,Kristinni þá er bæði Nýja og Gamla Testamentið fullt af tilvísunum í brauð.

Flatbrauð er til hjá flestum þjóðum því að þau eru einföld í gerð og fljótbökuð.  Það að bera fram brauð með aðalmáltíð dagsins er talin þjóðlegur siður víðast hvar og ef ekki þá telst máltíðin vart vera fullkomin. Brauð er ekki bara brauð því mikill munur er gerður á nýju og sýrðu brauð

Súrdeigsbrauð hefur alltaf haft yfir sér einhvern leyndardómsfullan blæ. Hér er eitthvað sérstakt á ferð þó að það sé ekki nema með bara nafnið sjálft. Súrdeigsbrauð er ekki einu sinni súrt en hvaðan kemur þetta nafn eiginlega?

Margir óvígðir í heimi brauðgerðar líta á súrdeigs brauðgerð eins og hálfgerða trúarathöfn sem krefst mikillar þekkingar og reynslu. Víst krefst það reynslu að gera gott súrdeigsbrauð því það er öðruvísi en hefðbundið gerbrauð. Það er sagt að enn séu til bakarar sem tala í hálfum hljóðum á meðan súrdeigs málin eru rædd, því súrdeigið er nefnilega lifandi.

Súrdeigsbrauð með skorpuÞetta er eitthvað sem allir vita sem hafa unnið með súrdeig. Súrdeigið er nefnilega lifandi sem gerir það að verkum að við bakstur fæst hreint ótrúlega bragðgott og allt öðruvísi brauð.

Í þekktri bók  Anthony Bourdain's Kitchen Confidential sem kom út fyrir nokkrum árum, þar sem hannlýsir á virkilega skemmtilegan hátt lífi nokkurra kokka í USA seint á síðustu öld. Þar hringir í hann einn af hans mjög svo sérstöku aðstoðarkokkum, sem reyndar var snillingur í brauðgerð og tilkynnir veikindi, en biður hann á sama tíma um að "feed the bitch..." eða fóðra dýrið. Það er nefnilega einmitt þetta sem súrdeigsbrauðsgerð stendur fyrir. Góður og frískur gerill. Hérna er nefnilega „dýrið“  komið sem þarf að hugsa vel um því að þessi gerill vex og dafnar ef rétt er hugsað um hann og getur verið lifandi áratugum saman ef hann fær rétta ummönnun.

Í daglegu bakaramáli er gerilinn kölluð „mamman“ eða „móðursúrinn“. Það þarf að fóðra hana alla daga ársins annars verður lítið um brauð.  Þetta er ekkert ósvipað og að gera gott skyr eða jógúrt þar sem allt veltur á að vera með góðar og hraustar mjólkursýrubakteríu. Nafnið súrdeigsbrauð er dregið af „mömmunni“ eða „dýrinu“ sem er búin til úr vatni, hveiti og rúgmjöli.

Engin aukaefni eru notuð í súrdeigsbrauð, ekkert smjör eða mjólkurvörur bara hreint mjöl sem „mamman“ vinnur á. En hún gefur sér líka mun lengri tíma til að vinna í mjölinu en í hefðbundnum gerbakstri. Ekki er óalgengt að brauðið sé látið lyfta sér í 48 tíma og fyrir vikið fæst hreint ótrúlega stökkt og bragðgott brauð sem er hlaðið af hollustunni, steinefnum og vítamínum. Súrdeigsbrauð er handverksbrauð.

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri erum með okkar eigin geril (eða mömmu) sem við hugsum vandlega um enda er hann einn af okkar flinkustu starfsmönnum og getur enst í vinnu hjá okkur áratugum saman ef rétt er farið með.

Við bjóðum upp á súrdeigsbrauð í ýmsum tegundum. Þú getur skoðað öll okkar súrdeigsbrauð með því að smella hér ;)

Súrdeigsbrauð skorið


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is