Hvaðan er kleinan upprunnin?

Hvaðan er kleinan upprunnin?
Kleinur frá Gæðabakstri

Hvaðan er kleinan upprunnin?

Það er fátt þjóðlegra en það að bjóða í kaffi og nýsteiktar kleinur. Þetta er bara eitthvað svo fullkomið og svo gott. Klikkar aldrei. Kleinur eru nefnilega alveg sér á báti í huga okkar flestra, alltaf svo fanta góðar og aldrei nein vonbrigði.

Það er nefnilega þannig að íslenska þjóðarsálin er fyrir löngu búin að eigna sér heiðurinn af kleinunni en þetta er ekki alveg svona einfalt. Við Íslendingar eigum okkar sér íslenska bakkelsi en við eigum lítið eða ekkert í kleinunni því hún heimsborgari og innflytjandi hjá okkar.

Kleinan er elskuð víða um heim og eins og sagt er þá ber kært barn mörg nöfn. Nöfn eins og klenät, klena, klejne, kleina, kleyna,  fattigmann og  Žagarėliai en þetta eru allt nöfn á sama bakkelsinu eða okkar erlendu kleinu.

Upphaf kleinunnar er örlítið á huldu og hulið mistri fortíðarinnar en um og uppúr 1800 koma fram fyrstu skrifuðu heimildirnar og þá frá Þýskalandi og hin sænska Selma Lagerlöf nefnir kleinuna ekki ósjaldan í sínum frábæru jólasögum. Víðast hvar í Skandinavíu og í norður Þýskalandi er kleinan jólabakkelsi og aðeins bökuð fyrir stórhátíðarnar þegar menn vildu leyfa sér meiri munað og lúxus en dags daglega.

Kleinan þótti lúxus

Kleinan var flokkuð sem mikið lúxusbakkelsi á sínum tíma og ef maður skoðar innihaldið eða uppskriftina þá kemur það ekki á óvart. Hvítt hveiti sem var dýrt og innflutt krydd frá austurlöndum auk lyftiefna, allt síðan steikt í rándýrri feiti sem einnig var mikill munaður. Það varð að standa mikið til ef það átti að vera hægt að réttlæta svona óhóf.

Það skemmtilega við kleinuna er þó að uppskriftin er ekki ósvipuð á milli landa en stundum er þó hafður rjómi í deiginu eða annað lyftiefni en yfirleitt eru uppskriftirnar mjög áþekkar. Sennilega hefur kleinan borist hingað yfir hafið með með nágrönum okkar úr austri eins og megnið af okkar matarmenningu. 

Í Noregi ber kleinan nafnið fattigmann eða fátæklingurinn sem segir sitt um hvað bændum fannst um bruðlið við baksturinn og er þá verið að skýrskjóta beint til þessa að einn verður ekki ríkur af svona bakstri. Norðmenn hafa nú stundum nokkuð sérstakan húmor en það er margt til í þessu því þetta var mikil lúxus bakstur.

Í dag er þetta nú ekki alveg eins mikil hátíðarvara og var áður en samt er kleinan með í  mörgum af betri kaffiboðum þjóðarinnar og þá er eiginlega sama hvort kaffiboðið er í vinnuskúr í Úlfarsfellinu eða heldri kvenna samsæti í vesturbænum. 

Gömul uppskrift og vel geymd

Okkar bakarar hjá Gæðabakstri hafa notað sömu uppskriftina lengi og það lengi að engin man lengur hvaðan hún kom en við erum mjög sátt við hana og engin áform um gera þar nokkrar breytingar á.

Við förum varlega með okkar kleinuuppskrift og það er sagt að aðeins nokkrir af okkar elstu bökurum vita uppskriftina en það er nú önnur saga.

Við bökum nokkur þúsundir kleina á hverjum degi og þá bæði stórar og hefðbundnar. Einnig renna þar með ástarpungar sem er gerður úr svipuðu deigi en með viðbættum rúsínum. Ástarpungurinn nýtur alltaf töluverða vinsælda en þó ekki í líkindum við kleinuna.

En hvað um það eigum góðan dag spurningin er frekar sú „Hversvegna er kleinan skorin og snúin? Einhver sem veit það?

Þessi grein birtist fyrst á vef Gæðabaksturs árið 2017.

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is