Hvernig varð samlokan til?

Hvernig varð samlokan til?
Upphaf samlokunnar er ansi skondið

 

Samloka er best Samlokan eða The Sandwiche

Á ensku heitir samloka „Sandwiche“ og sagan segir að það hafi verið John Montagu 4. Jarl af Sandwiche sem hafi fest samlokuna í sessi. Sagan er eitthvað í grófum dráttum þannig.

Það var haustkvöld 1762 að Jarlinn John Montagu 4. var með spilakvöld þar sem samankomnir voru aðrir auðmenn og spilað var um háar upphæðir. John hafði gerst hungraður og bað um skorið kjöt en endilega að hafa það þannig að það yrði borið fram á milli tveggja brauðsneiða (heil brauð voru ekki eins algeng þá og nú).

Þessi útfærsla var eingöngu hugsuð svo að hann gæti borðað á meðan hann spilaði og einnig að forða spilunum frá fitugum fingrum. Svo slapp hann einnig við það að þurfa að standa upp frá spilunum og eyðileggja leikinn.

Samlokan var fædd

Fljótlega upp úr því fór fólk að biðja um „Sandwiches“ og nafnið festist við þetta form af matrétt. En lífið er nú ekki svona einfalt. Samlokur eða brauðmeti með einhverju á milli hefur eiginlega alltaf verið til.

Skilgreiningin á samloku er í dag mjög skýr enda hefur það farið fyrir dóm í USA hvað það er sem er samloka. Ætti kannski ekki að koma neinum mikið á óvart enda hafa margir vilja kalla sína rétti „sandwiche“ þrátt fyrir ótrúlegar útfærslur.

En sagan um John Montagu er ekki alveg lokið því í raun þá hefur ættarnafnið Jarlin af Sandwiche næstan engin tengsl við borgina Sandwiche sem er lítið 5000 manna þorp í Kent í Suður Englandi.

Eina Portsmouth með rækjusalati takk

Það var svo að Edward Montagu sá 1. hafi ætlaði sér að taka ættarnafnið Portsmouth í fyrstu en ákvað að breyta því í Sandwitche til heiðurs þorpinu Sandwiche sökum aðstoðar við hann á örlagatímum.

En það var árið 1660 að floti hans lág fyrir utan Sandwiche og beið færist að sigla með Charles 2. ríkisarfa aftur til Englands eftir útlegð í Hollandi. Hálfgert valdarán var í gagni sem er allt önnur og lengri saga.

Þannig að nafnið „Sandwiche“ á matrétt hefur engin tengsl við borgina Sandwiche heldur eingöngu við Jarlinn John Montagu þann 1. Ef hlutir hefðu farið öðruvísi þá gæti samloka eða sandwitche á ensku alveg eins hafa heitið Portsmouth. Hvernig hljómar eina Portsmouth með rækjusalati takk?

Landkönnuðurinn James Cook skýrið einnig Sandwitch eyjar (Hawaii) eftir Jarlinum sem var fjárhagslegur stuðningsaðili ferðarinnar þegar Hawaii eyjar fundust.

Hugmyndir að samlokum

Súrdeigsg samloka

Svona í lokin er ágætt að benda á að samlokubrauð er ekki bara eitthvað brauð. Brauð er misjafn og bakað í ólíkum tilgangi.

Bakararnir hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri hafa unnið með brauð lengi og þar á meðal samlokubrauðin. Samlokubrauð eru nefnilega ekki alveg eins og önnur matbrauð því þar verður að huga vel að vissum þáttum.

Þegar samlokubrauð var hugsað í upphafi þá var mikilvægt að velja og baka brauð sem þolir rakan frá álegginu vel. Brauðið má ekki vera eins og þerripappír og þurrka álegg og salatið sem á að fara á milli. Það má heldur ekki dragi í sig alla góðu sósuna eða smjörið. Þá verður brauðið blautt, bragðlaust og lint.

Brauðið þarf einnig að halda vel stífleikanum og sneiðarnar mega ekki bogna eða brotna þegar samlokan er snædd. Samlokan verður að halda sínu formi með stæl.

Þetta eru örfá grundvallaratriðin sem öll samlokubrauð verða að hafa og síðast en ekki síðast verða þau að sjálfsögðu að vera bragðgóð. Svona eru samlokubrauðin okkar hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri.

BIRTIST FYRST Á VEF GÆÐABAKSTURS Í JÚLÍ 2017.

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is