Kökustærðir | Hversu margar kökur þarf ég að baka?

Kökustærðir | Hversu margar kökur þarf ég að baka?
Veistu fyrir hversu marga kakan er?

Hversu margar kökur þarf ég að búa til fyrir veisluna? Afmælum, fermingu, skírn og þess háttar veislum fylgir oft mikið skipulag og meiriháttar kökugerð. Það er því oft erfitt að átta sig á því hversu margar kökur þarf að búa til!

Kökurnar eru oftast í öllum stærðum og gerðum og því getur verið erfitt að sjá fyrir hversu margar kökur þarf fyrir t.d. 10 manns, 100 manns eða jafnvel fleiri. 

Bakararnir hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri eru með nokkur ráð fyrir þig þegar kemur að því að skipuleggja veisluna og ákveða hversu mikið þú þarft að baka til þess að allir fari saddir heim úr veislunni. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig þú getur mælt stærð kökunnar og ákveðið fjöldann eftir því. Það er því auðvelt að áætla baksturinn í kjölfarið. 

 Hversu margra manna er kakan?

Ef kakan er hringlaga: 
15 cm = 4-6 manna kaka
20 cm = 8-10 manna kaka
25 cm = 20-24 manna kaka

Ferhyrntar kökur: 
18cm x 28 cm = 12-15 manna kaka
23 cm x 33 cm = 20-24 manna kaka
28 cm x 38 cm = 35-40 manna kaka
30 cm x 45 cm = 50-55 manna kaka

Ef þér líkaði þessi grein, smelltu á like hér að neðan ;)


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is