Leiðbeiningar: Að Steikja laufabrauð heima

Það er að ýmsu að gæta þegar við steikjum laufabrauð þó þetta séu nú ekki nein hástemmd geimvísindi. Það er skemmtilegra að gera þetta rétt svo árangurinn verði góður.  Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri viljum  að fara yfir það helsta sem við þurfum að hafa í huga við steikingu laufabrauðs svona til upprifjunar fyrir aðventuna.

Potturinn

Finnið til víðan, og nokkuð djúpan, þykkbotna pott .  Potturinn þarf að verð nógu víður til að hægt sé að koma spaða eða steikargaffli undir laufabrauðið.

Verkfæri

Sjálfsagt er hægt að nota ýmis áhöld en okkur hefur reynst best að nota gamladags fiskispaða úr stáli.  Ekki reyna að nota plastáhöld því þau bráðna í olíunni.  Finnið til ofnskúffu og eldhúspappír og farg (disk eða pottlok) til þess að setja slétta laufabrauðið þegar það kemur upp úr steikingunni.

Fitan

Krisjánsbakarí selur ljómandi góða feiti sem hentar vel og fæst í öllum helstu verslunum landsins.  Einnig má vel nota palmín eða matarolíu.  Örugglega eru einhverjir sem kjósa að nota tólg upp á gamla mátann.  Okkur finnst best að nota til helminga kókosfeiti og steikarfeiti frá Kristjánsbakaríi.  Setjið olíuna í pottinn en bíðið með að hita hana.  

Laufabrauð ömmu 20 stkKökurnar

Takið kökurnar úr pakkanum en takið ekki smjörpappírinn frá því hann varnar því að kökurnar þorni og klessist saman. Kökurnar eru eldfljótar að þiðna og það er hægt að byrja að skera þær út fljótlega eftir að þær eru teknar úr frosti. 

Útskurður

Til eru margar leiðir í skurði á laufabrauði og fer það eftir listrænum hæfileikum hvers og eins hversu vel tekst til hverju sinni en mikilvægast er samt að hafa gaman saman og muna að kökurnar eru allar jafngóðar hvernig sem munstrið er.  Þegar kökurnar eru skornar þá er gott að raða þeim aftur á pappírinn og stafla þeim saman meðan þær bíða eftir steikingu.

Ömmu ósteiktu laufabrauðin koma götuð og því þarf ekki að gata þau með gaffli eins og áður. Það var gert til að koma í veg fyrir loftbólur í deiginu við steikingu. Ef þú vilt minnka loftbólurnar enn meira má líka alltaf gata með gaffli.

Steiking

Loks eru laufabrauðin steikt upp úr vel heitri steikarfeiti.  Htinn á olíunni á að vera um 200gráður.  Mikilvægt að snúa skurðinum niður þegar laufabrauðið er sett í pottinn.  Eftir stutta stund bregðið þið spaðanum undir brauðið og snúið því við.  Steikingin tekur svona eina til eina og hálfa mínútu.  Laufabrauðið steikist mun hraðar á seinni hliðinni.  Endilega farið varlega með heitu olíuna og passið að blessuð börnin komi ekki nálægt henni.

Allir upp úr

Þegar laufabauðið er orðið gullið báðum megin lyftum við því upp og látum leka af því.  Hafið ofnskúffuna tilbúna með eldhúspappír og leggið laufabrauðið þar til að jafna sig.  Setjið líka eldhúspappír ofan á og smá farg  (pottlok eða disk) á meðan það kólar og sléttist.

Geymsla

Það laufabrauð sem á að geyma til jólanna vill helst geymast í lokuðu íláti t.d. kökuboxi.

Lifið heil!

Laufabrauð ósteikt

 

Steikja laufabrauð 1

Pottur, feiti og lokanlegt ílát til að setja kökurnar í að lokinni steikingu

Laufabrauð ósteikt 1 

Hafið smjörpappír á til að koma í veg fyrir að brauðið þorni

Laufabrauð ósteikt 3

Hægt er að nota venjulegan hníf ef ekki er til laufabrauðsjárn á heimilinu

Laufabrauð ósteikt 4

Ef nota á hníf flettir þú upp á laufabrauðið og skerð á ská

Laufabrauð ósteikt 5

Það verður auðvelt að búa til hin ýmsu mynstur á gamla mátan

Laufabrauð ósteikt 6

Síðan er flett upp á mynstrið

Mynstur

Mynstur 2

Leyfðu svo hugmyndafluginu að ráða

Steiking laufabrauð

Setjið í nægilega stóran pott þannig að spaði eða gaffall komist að laufabrauðinu

Steiking brún laufabrauð

Steikið

Fitugt eftir steikingu laufabrauðs

Þegar laufabauðið er orðið gullið báðum megin lyftum við því upp og látum leka af því.  Hafið ofnskúffuna tilbúna með eldhúspappír og leggið laufabrauðið þar til að jafna sig.  Setjið líka eldhúspappír ofan á og smá farg  (pottlok eða disk) á meðan það kólar og sléttist.

 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is