Minni sóun: Laufabrauð verður að fuglafóðri

Minni sóun: Laufabrauð verður að fuglafóðri
Laufabrauð verður fuglafóður

Gæðabakstur hefur hafið sölu á laufabrauði sem fuglafóður í verslunum Bónus. Markmiðið er að sporna gegn matarsóun og minnka rýrnun og sorp.

Um er að ræða laufabrauð sem brotnaði eða ekki var hægt að nýta við framleiðslu fyrir síðustu jólahátíð. Því hefur verið endurpakkað í 1,5 kg pakkningar og dreift í valdar Bónus verslanir, á meðan birgðir endast. Þar geta viðskiptavinir keypt fuglafóðrið á hóflegu verði.

Bónus hefur um árabil lagt áherslu á að draga úr matarsóun með ýmsum hætti, svo sem með sölu á útlitsgölluðum vörum og vörur á síðasta neysludegi á afslætti. 

Gæðabakstur hefur einnig lagt mikla áherslu á draga úr matarsóun, einkum með skilvirkri dreifingu á vörum í verslanir og hefur tekist að draga verulega úr rýrnun. Ennfremur fer stór hluti af óseldum vörum Gæðabaksturs í svínafóður. Þannig hefur Gæðabakstur lagt sitt af mörkum til þess að draga úr matarsóun og sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri.

Sala á laufabrauðinu sem fuglafóður í verslanir Bónus styður við 12 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (Ábyrg neysla). 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is