Nokkur góð ráð um geymslu á brauði

Nokkur góð ráð um geymslu á brauði
Hvernig á að geyma brauðið?

Gamalt brauð

Myglað brauð? Hver hefur ekki lent í því að ætla að grípa í brauðið sem var keypt í gær og verandi með í kollinum hugmynd um flotta samloku.  Girnilegt áleggið komið á borðið,spennandi og safarík skinka, sterkur ostur og kannski gott Dijon sinnep. Allt svona rétt að smella saman. Grillið orðið heitt.  Að sjálfsögðu er það hungrið sem kvelur einn að innan eins og engin sé morgundagurinn.

En það eru einhverjir örsmáir smáir næstum ósýnilegir ljósir blettir í brauðinu. Maður reynir að telja sér trú um að þessu litlu blettir séu bara hveiti kekkir….ekki satt?

En það er samt sama hvað reynt er að horfa framhjá þessum litlu „ósýnilegu ljósu  punktum“ sem eru svo smáir að þeir varla „sjást“ augað setti  allt viðvörunarkerfið í gang.

Allar viðvörunarbjöllurnar eru á fullu og þú veist með sjálfum þér að það verður ekki samloka úr þessu. Þú reynir nú samt að halda aftur af vonbrigðunum og svekkelsinu. Núna er ekkert annað í stöðunni en að hella í sig óspennandi súrmjólkinni.

Brauð og bakkelsiBrauðið er ferskvara

En hvað gerðist eiginlega? Þú verslaðir í gær eða var það í fyrradag? Kannski var það bara venjulegur þriðjudagur með hakk og spaghetti, ekkert merkilegt, gott nýtt brauð passar vel með því. Aðeins að rista brauðið á pönnu með smjöri og hvítlauk, smá salt og hvítlauksbrauð er tilbúið með þessum einfalda rétt og allt er fullkominn.

Afgangurinn af máltíðinni fór í ísskáp eftir uppvaskið enda gott að geta gripið með sér í vinnu eða skóla daginn eftir. En brauðið? Hvað varð um það? Jú það var skilið eftir í plastpoka á borðinu. Í loftþéttum plastpoka þar sem rakinn safnaðist saman og varð gróðrarstía fyrir myglu.

Brauð er eins og hakkið sem fór í spaghettið ekkert annað en viðkvæm ferskavara og næmt fyrir hita og skemmist fljótt. Þetta er eitthvað svo ríkt í fólki að brauð þolir að vera úti í plastpoka en svo er ekki. 

Nokkur góð ráð

Inni á heimsíðu bakara er frábærar leiðbeiningar varðandi geymslu á brauði og við tókum okkur bessaleyfi til að birta þær hér en aðeins styttar.

Þriggjakornabrauð

  • Best er að fjárfesta í íláti úr leir til að geyma brauðin í. Leirinn dregur í sig rakann sem brauðið gefur frá sér en gefur hann svo til baka þegar brauðið fer að þorna. Mygla hefur heldur ekki mikla möguleika á að myndast þar. Brauðkassar sem lokast ekki loftþétt og leyfa loftinu aðeins að hreyfast hafa svipuð áhrif.
  • Strjúktu yfir brauðgeymsluna þína einu sinni í viku að innan með edik vættum klút. Það hjálpar til við að hindra myglumyndun.
  • Geymdu brauð og rúnnstykki við stofuhita. Við hitastig í ísskáp (kæliskáp) 0°C – 7°C tapar bökuð vara raka sínum og bragði og verður fljótt gömul.
  • Geymdu skorin brauð með skurðarflötinn (sárið) niður. Þá þornar brauðið hægar.
  • Skerðu eða láttu skera brauðið í sneiðar og frystu það. Hinar skornu sneiðar getur þú svo sótt eftir þörfum og látið þær þiðna eða ristað og fengið rjúkandi ristabrauð.

Við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri er mjög meðvituð um að við erum að vinna með ferskvöru sem er viðkvæm og vandmeðfarin. Enda leggjum við mikið uppúr því að allar upplýsingar um innihald okkar vara sé bara aðgengilegt heldur einnig auðlesanlegt og ef einhver vafa atriði eru þá erum við alltaf reiðubúin og til taks til að leysa málin.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is