Ósteikt laufabrauð - Yndisleg fjölskyldustund

Jólin eru tíminn

Jólin eru tími hefða og gamalla venja og einmitt þess vegna eru þau ákjósanlegur tími til að velta hlutunum aðeins fyrir sér.  Það er gaman skoða menningu og sögu þjóða út frá öðru sjónarhorni en flestir gera og við brauð áhugamenn skoðum menninguna oft út frá brauði og kökum.

Mataræði og þá sérstaklega brauð og kökur endurspegla menningu og ríkidæmi. Uppistaðan í fæði almúgans hér áður fyrr var um 70 – 80% korn og grænmeti en kjöt og fiskur var aðallega selt hinum efnameiri.

Ýmis kornmatur eins og rúgur, heilhveiti, bygg eða spelt var daglegt brauð almúgans.  Til hátíðarbrigða var bruðlað aðeins og dregin var fram betri kostur eins og kjöt, hvítt hveiti og annað sem ekki var á boðstólum daglega.  Kanill og sykur var síðan notað óspart enda hvort tveggja mikil munaður. Þurrkaður fiskur var brauð Íslendinga í gegnum aldirnar. Hann fer ekki sérlega vel með kanill samt.

Margt af því besta í okkar menningu tengist jólunum og það var þá sem við leyfðum okkur smá bruðl í mat og drykk. Það er eins og að um jólin vakni mennski hlutinn í okkur og jafnvel þeir alharðsvíruðustu grafi þá upp úr pússi sínu örlitla manngæsku og samkennd. Ótal dæmi eru um slíkt.

Laufabrauð aftur vinsælt

Ósteikt laufabrauð til að skera út

Fagurlega útskorið laufabrauð er einn af jólasiðunum sem hefur haldist á Íslandi og áhuginn fyrir þeim hefur farið vaxandi undanfarna áratugi. Það er ekki langt síðan að laufabrauð var álitið montkökur að norðan sem Sunnlendingar höfðu lítið með að gera en fannst samt örlítið spennandi.

Árinn liðu og áhugi og peningar til matarkaupa jókst og við urðum opnari fyrir því að skoða meira en það allra mikilvægasta. Hamborgarahryggurinn varð að jólamat hjá mörgum (helst smyglaður), Malt og Appelsín eða Hvítöl var alveg ómissandi á borðunum, niðursoðnar grænar Ora baunir urðu að vera á jólaborðinu sem og danskt rauðkál.

Þarna inn á milli og án þess að við tækjum svo mikið eftir því smeygði sér síðan laufabrauðið sér á jólaborðið okkar og sómir sér sérstaklega vel með hangikjötinu sem er í huga margra máltíð Jóladagsins.

Ósteikt laufabrauð í boði

Ömmu ósteikt laufabrauðVið hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri höfum lengi státað okkur af að vera með úrvals laufabrauð á boðstólum en ákváðum fyrir nokkrum árum að stíga skrefi lengra og bjóða upp á ósteikt laufabrauð einnig. Við gerðum okkur grein fyrir því fyrir margt löngu að fólk vildi viðhalda þessum þjóðalega sið að hittast með börnum og barnabörnum til að skera út laufabrauð.

Þetta hefur orðið gríðarlega vinsælt og það að geta fengið brauðin tilbúin og útflött í kökum er mikil hagræðing. Í huga margra er deiggerðin það leiðinlegasta auk þess sem að það er erfitt að fletja kökurnar rétt út.

Ekki geimvísindi að skera út

Það eru engin geimvísindi að skera laufabrauð út og miklu fremur spurning um listrænt frelsi en formfastar reglur. Það er mælt með því að nota sæmilega beittan hníf og lengra komir fjárfesta jafnvel í sérstöku útskurðarjárni.

Það er ekkert flókið við laufabrauðin, hvorki að skera né steikja. Flestir nota pálmaolíu sem er seld í stærri einingum fyrir jólin en einnig er í lagi að nota hefðbundna matarolíu þó hún sé dýrari. Áður var tólg notuð og kannski að einhverjir geri það enn í dag eins og við kleinusteikingu. Við mælum með steikingarfeitinni frá Brauðgerð Kristjáns (Kristjánsbakarí). Hún er einstaklega góð fyrir laufabrauð.

Feitin þarf að vera um 200 gráðu heit og best er að nota sæmilega víðan pott svo að auðvelt sé að koma með spaða undir laufabrauðin. Fyrir alla muni farið samt varlega við steikinguna því svona heit olía getur verið hættuleg og passið vel upp á börnin.

Brauðin þurfa að brúnast aðeins við steikinguna og eru síðan lögð í ofnskúffu eða á ofnagrind til að láta renna aðeins af þeim fituna og leyfa þeim að kólna.  Mælt er með því að geyma brauðin á svölum stað í lokuðu íláti því þau draga auðveldlega í sig lykt og bragð úr umhverfinu.

Ósteikt laufabrauð Ömmubakstur

Nú svo við tökum þetta aðeins saman þá erum við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri að bjóða upp á nokkrar útfærslur af laufabrauðum núna í ár sem eru eftirfarandi:

  • Hefðbundið laufabrauð steikt
  • Ósteikt laufabrauð
  • Steikt laufabrauð kryddað með sjávarsalti og blóðberg.

Það kennir ýmissa grasa hjá okkur þetta árið og um að gera að prófa nýju útfærsluna með blóðberg og sjávarsalti sem er sælgæti.

Lifið heil!


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is