Til hamingju Stefán | Starfsmaður hjólaði 100.000 km

Til hamingju Stefán | Starfsmaður hjólaði 100.000 km
Stefán hjólaði 100.000 kílómetra

Að setja sér markmið og standa við það getur oft verið erfitt, en það er aftur á móti nauðsynlegt. Að setja sér markmið ætti ekki að vera eitthvað sem þú gerir um hver áramót. Gott er að setja sér markmið og endurskoða markmiðið jafnóðum. Sumir setja sér stór markmið, en þá er mikilvægt að hluta markmiðin niður til þess að halda sér vel við efnið.

Fyrir 19 árum setti Stefán Stefánsson starfsmaður Gæðabaksturs - Ömmubaksturs sér heldur betur stórt markmið um að hjóla 100.000 km. Þeim ótrúlega áfanga náði hann þegar hann hjólaði í vinnuna til okkar í dag. Að hjóla 100.000 km á 19 árum gera u.þ.b. 5263 km á ári, 101 km á viku og 14km á dag. 

Stefán með kökunaAð því tilefni bökuðum við köku honum til heiðurs vegna þessa merka áfanga, enda stórglæsilegur árangur hjá glæsilegum manni. Við erum ákaflega stolt af Stefáni og ótrúlega hreykin að hafa starfsmann eins og Stefán hjá okkur. Við óskum Stefáni innilega til hamingju með árangurinn og óskum honum alls hins besta. 

Nú er bara spurning hvaða markmið hann setur sér næst ?


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is