Syndug djöflaterta slær í gegn

Syndug djöflaterta slær í gegn
Djöflaterta

Djöflatertan frá Kristjánsbakaríi hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu. Uppskriftin er upprunaleg og er löguð frá grunni í framleiðslunni. Hún er með sérstaklega þykku kremi, sem er létt í sér og með íslensku smjöri.

Djöflatertan á sér orðið nokkuð langa sögu. Á 18. öld var farið að tala um kökur og tertur, með dökku og þykku súkkulaði, sem syndugar því þær voru svo ómótstæðilegar. Upp frá því kom nafnið djöflaterta fram á sjónarsviðið. Tertan varð þó fyrst almennilega vinsæl um aldamótin 1900. Þá birtist uppskiftin af tertunni í fyrsta skipti í bandarískri matreiðslubók sem heitir Mrs.Rorer's New Cookbook eftir Sarah Tyson Rorer.

Í uppskriftinni var meira magn af súkkulaði en fólk var vant og hún var dekkri á lit en hefðbundin súkkulaðikaka. Stundum er bætt við viðbótar matasóda sem eykur sýrustigið og gerir kökuna enn dekkri að lit.

Skemmst er frá því að segja að uppskriftin sló heldur betur í gegn og varð á örskotstundu gríðarlega vinsæl á heimilum um öll Bandaríkin. Þaðan fór hún sigurför um heiminn.

Uppskrift af fyllingu:

  • 150 gr. brætt smjörlíki
  • 1 bolli kakó
  • 4 bollar flórskykur
  • 1/2 bolli heit mjólk
  • 2 msk sterkt kaffi

Bræddu smjörlíkið í pott. Hitaðu mjólkina í öðrum potti eða settu mjólkina í glas og inn í örbylgjuofn. Taktu fram skál og settu kakó, flórsykur og kaffi, smörlíkið, og heitu mjólkina og blandaðu vel saman. Takið tvo tertubotna og leggið annan þeirra á stóran kökudisk. Setjið fyllinguna ofan á botninn og leggið síðan hinn botninn ofan á.

Djöflatertan er svo borinn fram með rjóma eða ís.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is