Rúlluterta Halldóru Gordon M/ Dalayrju og Camembert

Rúlluterta Halldóru Gordon M/ Dalayrju og Camembert
Rúllutertubrauð að hætti Halldóru Gordon

Þessa uppskrift á Halldóra Gordon heiðurinn af. Þessi ótrúlega góða Rúlluterta kemur á óvart og er frábær terta til að bjóða gestum við hvaða tilefni sem er. Rúllutertan inniheldur m.a. Camembert, Dalayrjuost, skinku og sveppi. Frábær rúlluterta í afmælið, skírnina, ferminguna eða bara þegar gestir koma í heimsókn.

Það er ótrúlega einfalt að búa til þessa, við mælum sko sannanlega með henni. 

Ert þú búin að skoða hinar uppskriftirnar hjá okkur?

Þú þarft:

  • 1 stk Ragnars Rúllutertubrauð
  • 1 msk Majones
  • 9 skinkusneiðar
  • 1 box af sveppum - 
  • Smjör
  • 1 stk Camembert smurost 
  • 1 stk Dalayrju ost
  • Rifsberjasulta
  • 2 egg (2 eggjahvítur)
  • Paprikuduft 

Aðferð


Flettu út Rúllutertubrauðið
1. Dreifðu og smyrðu sirka 1msk af majones á útflatt rúllutertubrauðið
2. Settu u.þ.b. 9 skinkusneiðar yfir
3. Skerðu niður 1 box af sveppum í sneiðar og smjörsteiktu þá
4. Hitaðu í potti 1stk Camembert smurost og 1/2 dalayrju
5. Settu Sveppina og camembert/Dalayrju blönduna úr pottinum yfir rúllubrauðið
6. Settu rifsberjasultu hér og þar
7. Rúllaðu upp rúllutertubrauðinu
8. Þeyttu eggjahvítu úr 2 eggjum.
9. Settu síðan paprikuduft yfir eftir smekk

Settu þetta inn í ofn alveg þangað til eggjahvítan er farin að taka lit!

Verði þér að góðu ;)


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is