Ítalska jólabrauðið slær í gegn

Ítalska jólabrauðið slær í gegn
Panettone frá Gæðabakstri-Ömmubakstri

Nú er loksins hægt að fá ítölsku jólakökuna Panettone í flestum stórmörkum landsins.

“Flestir Ítalir borða Panettone yfir hátíðarnar, en kakan er sögð koma upprunalega frá Mílanó. Hefðin er sú að eftir kvöldverð á aðfangadagskvöldi jóla halda Ítalir til messu en að henni lokinni gæða þeir sér á Panettone og dreypa jafnvel á Moscato d'Asti,” segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs, sem framleiðir kökuna undir merkjum Ömmubaksturs.

Hann segir að ítalska jólakakan (eða brauðið) verði sífellt vinsælli á Norðurlöndunum og nú sé komið að Íslandi.  “Uppskriftin er upprunalega frá Ítalíu en við framleiðum kökuna hjá okkur. Við vonumst til að kakan muni falla í góðan hljómgrunn hjá Íslendingum enda hafa þeir tekið ítalskri matarmenningu opnum örmum á liðnum árum.”

Hægt verður að fá kökuna annars vegar með rúsínum og hins vegar súkkulaði.

Nánar um vöruna: 


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is