5 leiðir til að draga úr kolefnisfótspori í framleiðslu

5 leiðir til að draga úr kolefnisfótspori í framleiðslu
Brauð til sölu í bakaríi.

Brauðframleiðsla skiptist í mörg stig og eins og öll framleiðsluferli hefur hvert þeirra áhrif á umhverfið. Við getum öll – bændur, framleiðendur, bakarar og neytendur – dregið úr áhrifunum, hvort heldur er við framleiðslu eða neyslu.

Við hjá Gæðabakstri leitum stöðugt nýrra leiða til að draga úr kolefnisfótsporinu okkar, til dæmis með því að leita að umhverfisvænni birgjum, gera okkar eigin framleiðslu sjálfbærari og draga úr sóun. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að hugsa á sama hátt.

Hér eru fimm atriði sem geta skipt máli:

1# Hveitirækt

Brauð er búið til úr blöndu af hveitimjöli, vatni og geri, ásamt dálitlu af sykri og salti. Það þarf mikið af vatni og áburði til að hveitið vaxi svo ekki sé minnst á allar vélarnar sem eru notaðar til að gera landið tilbúið til ræktunar, mala kornið o.s.frv.

En á meðan hveiti er að vaxa dregur það í sig koltvísýring (CO2) – eina af helstu gróðurhúsalofttegundunum – úr andrúmsloftinu. Rannsókn sem var birt á nature.com leiddi í ljós að með bættum ræktunarháttum fjarlægir hveiti í reynd meira CO2 úr andrúmsloftinu en losnar við framleiðslu þess.

Stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í brauðframleiðsluferlinu er þó áburðurinn sem bændur nota til að rækta hveitið. Þess vegna er verið að skoða leiðir til að draga úr notkun áburðar, til dæmis með því að nota hann eingöngu á ákveðnum árstímum þegar hveitið þarfnast hans mest. Með því að fá hveitið okkar frá aðilum sem eru að draga úr notkun sinni á áburði getum við látið gott af okkur leiða í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

2# Matarkílómetrar

Meira en 750 milljónir tonna af hveiti eru framleidd á hverju ári, aðallega í Kína, Indlandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Þetta þýðir að flytja þarf mikið magn af hveiti og mjöli heimshorna á milli, í lofti, á sjó og á landi, sem krefst mikillar eldsneytisnotkunar. 

Þessir flutningar eiga sinn þátt í kolefnisfótspori brauðs, þannig að með því að kaupa hveitið okkar frá framleiðendum nær okkur getum við stuðlað að verulegri minnkun þessara flutninga og þannig dregið frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda.

3# Framleiðsla í bakaríum

Brauðofnar þurfa mikla orku til að framleiða þann hita sem þarf til að baka brauð. Hjá Gæðabakstri er brauð bakað í mörgum ofnum samtímis bæði að degi til og á næturnar og vélar eru notaðar til að flytja til hráefni og tilbúin brauð.

Það útheimtir mikla orku og í öðrum löndum væri hún fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis, en hér á Íslandi eigum við mikið framboð af grænni jarðvarmaorku, sem þýðir að við getum bakað brauð án þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.

4# Brauðumbúðir

Til að halda brauði fersku lengur er því pakkað í plastpoka. Pappírspokar eru auðveldari í endurvinnslu en þeir halda brauðinu ekki eins fresku.

En með nýjum framleiðsluaðferðum er nú hægt að framleiða brauðumbúðir úr endurunnu plasti, þannig að mun minna magn af úrgangi fer í urðun eða ratar í hafið.

Auðvitað þarf alls ekki að pakka inn brauði. Nýbakað brauð sem er keypt í bakaríi endist í nokkra daga. Það er meira að segja hægt að frysta það til að borða síðar.

5# Matarsóun

Milljónum brauðsneiða er hent í ruslið á hverjum degi. Það þýðir að öll hráefnin og orkan sem hefur farið í ræktun, flutning, framleiðslu og pökkun hverrar sneiðar er í raun sóun á náttúruauðlindum jarðarinnar.

Ef matarsóun væri land væri það þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum! Við getum því öll lagt okkar af mörkum til að draga úr þessum tilteknu áhrifum á umhverfið, einfaldlega með að stýra neyslu okkar betur þannig að það þurfi aldrei að henda því. Við hjá Gæðabakstri reynum að stýra vörum inn i í verslanir með þeim hætti að sóun sé í eins miklu lágmarki og kostur er. Þá höfum við í vaxandi mæli aukið endurnýtingu, eins og dæmið um fuglafóðrið sýnir. 

Ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar getum við saman stuðlað að því að halda hlýnun jarðar í skefjum. Eins og það besta í lífinu byrjar það með daglega brauðinu okkar.


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is