Annáll - Bakarabloggið

Nú árið er liðið í aldanna skaut.

Það er nokkuð ljóst að þetta ár er að enda og niðurlotum komið, nýtt er að undirbúa yfirtökuna. Í því tilefni er gaman að rifja upp þessar fallegu ljóðlínur:

Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka. 

Fyrir flest okkar hefur árið vonandi verið viðburðaríkt og gefandi. Það er nú samt svo að alltaf eru einhverjir sem hafa mætt meira mótlæti en aðrir. Svona er þetta bara stundum, þannig er lífið.

Hér hjá okkur á Bakarablogginu hefur að sjálfsögðu skipts á skini og skúrum, en árið hefur samt farið nokkuð mjúkum höndum um okkur, þegar á heildina er litið.

Ekkert fæst átakalaust

Bakstur Það er fátt og ef eitthvað er þá yfirleitt lítilfjörleg sem fæst átakalaust í lífinu, þannig að við hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri blésum í herlúðra á útmánuðum og ákváðum að fara af stað með stutta pistla um brauð og bakstur. Við vildum vekja athygli á okkar frábæra brauði hér á landi.

Ástæðan var nokkuð augljós;  Gæðabakstur/Ömmubakstur er framsækið fyrirtæki sem leggur metnað í góðar vörur unnar úr korni ásamt því að vilja hlúa að bakarafaginu sem og okkar bakaramenningu.

Brauð og bakstur hefur orðið nokkuð undir í samkeppninni undanfarin ár þegar kemur að skrifum, athygli og áhuga á mat. En við ætlum okkur að vera þarna með enda brauð og korn mikilvægur hluti fæðunnar hjá flestum ef ekki öllum menningum.

 

Við erum öll grænmetisætur

Það er reyndar gaman að benda á, þrátt fyrir ákveðna mótþróa varðandi korn/grænmetismat, þá er uppistaða fæðunnar hjá flestum menningum brauð og kornmeti sama hvort okkur líkar það betur eða verr að heyra.

Hér í norðrinu er hlutfallið um 50-60% upp í rúmlega 70% í löndum eins og Tyrklandi.

En hvað um það okkur finnst gaman að skrifa um brauð og bakstur. Einnig teljum við að sæmilega hafi til tekist en að sjálfsögðu vitum við það  að við höfum bara rétt snert á þessu skemmtilega efni og betur má ef duga skal.

Árið senn liðið

En nú líður senn að áramótum vonandi allir tilbúnir að takast á við komandi verkefni. Það sama á við okkur hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri.

Okkur langar svona í lokin til að rifja aðeins upp árið enda margt fróðlegt hér.  Allt er þetta skemmtileg og fróðleg lesning inni á heimasíðunni okkar:

 https://www.gaedabakstur.is/is/frettir-frodleikur/frettir-frodleikur

Síðan er að sjálfsögðu hellingur af fróðleik og skemmtilegheitum inni á Facebook, en við höfum blandað henni saman við þetta ævintýri okkar. 

Takk fyrir lesturinn og árið og lesumst hress á næsta ári J

Lifið heil


Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is